Innlent

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Enn er hætta á snjóflóðum fyrir austan og varúðarráðstafanir enn í gildi.
Enn er hætta á snjóflóðum fyrir austan og varúðarráðstafanir enn í gildi. Landsbjörg

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Þá er verið að skoða að opna vegi milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal.

Þá verður fundur með Veðurstofu og Almannavörnum klukkan ellefu í dag og stendur til að meta stöðuna fyrir austan í kjölfar hans. Lögreglan biður íbúa að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum, á vef almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×