Messi skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 07:30 Lionel Messi fagnar einu marka sinna í nótt. AP/Nicolas Aguilera Huggulega heimferðin hjá Lionel Messi varð enn huggulegri í nótt þegar hann skoraði þrennu í 7-0 stórsigri Argentínu á Curacao í vináttulandsleik sem var spilaður í Argentínu. Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira