Verðbólgan vonandi toppað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:28 Fjármálaráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra vonar að verðbólgan hafi náð hámarki. Ríkisstjórnin ætli að grípa til ráðstafana til að stuðla að lægra verðlagi sem sé talsvert verkefni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er sem stendur í 580,7 stigum, en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins, og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í þessar vendingar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ætli það sé ekki best að halda aftur á sér með miklar yfirlýsingar en út af fyrir sig er þetta jákvætt og vonandi vísbending um að verðbólgan hafi náð hámarki. Við höfum séð miklar vaxtahækkanir frá Seðlabankanum, ríkisfjármálin á þessu ári eru að styðja við lægri verðbólgu, við sjáum það á mjög mikilli breytingu á afkomu ríkissjóðs.“ Hann segir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram að grípa til ráðstafana sem að munu stuðla að því að verðlag lækkai, og það sé bara talsvert verkefni. „Þegar menn hafa misst stjórn á verðbólguvæntingum inn í framtíðina, að byggja aftur undir trú á því að við getum fengist við þetta verkefni og náð árangri en við erum mjög einbeitt í því að gera einmitt það.“ Til stendur að kynna nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 á morgun. Bjarni segir nokkrar áheyrslubreytingar frá því síðasta áætlun var kynnt. Verið sé að taka mið af breyttum ytri aðstæðum. „Það eru áherslumál frá ríkisstjórninni sem að þurfa að taka mið af þessum aðstæðum og þá er ég ekki síst að tala um verðbólguna. Þannig að ég held að fjármálaáætlunin verði mikilvægt innlegg inn í þessa stöðu og er ánægður með að heilt yfir þá getum við haft bara mjög mikla trú á framtíðinni, það geti verið bjart fram undan áfram á Íslandi.“ Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Um fjármálaáætlun Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra. Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert. Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26. mars 2023 16:49