Þegar raunveruleikinn hentar ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2023 10:30 Mjög skiljanlegt er að það skuli fara illa í einarða Evrópusambandssinna eins og Ole Anton Bieltvedt þegar vakin er athygli á óþægilegum staðreyndir fyrir málstað þeirra. Líkt og versnandi stöðu fámennari ríkja sambandsins þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess eins og ég gerði í grein á Vísir.is nýverið. Velþekkt örþrifaráð við slíkar aðstæður þegar rökin þrjóta er að hafna einfaldlega raunveruleikanum. Vitanlega lýsir slík framganga fyrst og fremst þeim sem kjósa að viðhafa hana. Annað örþrifaráð sem gjarnan er gripið til þegar málefnaleg rök skortir er að fara í manninn í stað þess að halda sig við málefnið. Það segir sig auðvitað sjálft að sé málefnalegum rökum fyrir að fara er alls engin þörf fyrir það að grípa til slíkra óyndisúrræða. Eins og með afneitun raunveruleikans segir slíkt vitanlega mest um þann sem þeim beitir. Til að mynda gerir Ole Anton fremur vandræðalega tilraun í grein á Vísir.is í gær til þess að spyrða mig við öfgamenn og einræðisherra en viðurkennir síðan að ekkert bendi til slíkra tengsla. Hann heldur því fram að ég hafi farið lofsamlegum orðum um bæði Boris Johnson og Donald Trump. Nokkuð sem ég hef aldrei gert. Engin rök eru færð fram enda ekki fyrir að fara. Á sama tíma sakar hann mig um rangfærslur. Hvað grein Oles Antons varðar að öðru leyti hefur henni þegar verið svarað efnislega í grein minni á Vísir.is á dögunum sem hann þó segist vera að svara. Hvet ég fyrir vikið lesendur einfaldlega til þess að kynna sér efni hennar hafi þeir ekki þegar gert það. Full ástæða er engu að síður til þess að þakka Ole Antoni fyrir kærkomið tækifæri til þess að fjalla frekar um þessi mál og fara yfir helztu atriðin í þeim efnum. Ekki sérlega flókin stærðfræði Vægi ríkja við ákvörðunartöku á vettvangi Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda. Þetta á einkum við um ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun þess. Um þetta er einfaldlega fjallað á vefsíðu ráðsins. Þar gildir meirihlutinn í langflestum tilfellum miðaður við íbúafjölda í stað einróma samþykkis áður sem heyrir í dag til undantekninga og nær hvorki til orku- né sjávarútvegsmála. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, búa saman yfir 57,7% íbúafjölda Evrópusambandsins og þarf stuðning að minnsta kosti eins þeirra til þess að hægt sé að samþykkja mál í ráðherraráðinu. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Raunar nægir tveimur stærstu ríkjunum, Þýzkalandi og Frakklandi, nánast hvaða tvö önnur ríki til þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið fámennasta ríki sambandsins með 0,08% íbúafjölda þess. Hægt er að skoða vægi einstakra ríkja Evrópusambandsins innan ráðherraráðsins til dæmis í ágætri reiknivél á vefsíðu ráðsins. Þá er einfalt að reikna út vægi Íslands á sama mælikvarða með því að deila íbúafjölda landsins í heildaríbúafjölda sambandsins. Þetta er ekki sérlega flókin stærðfræði. Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ, líkt og ég benti á í greininni minni, þar sem gert er ráð fyrir lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við einungis hálfan þingmann á Alþingi. Deginum ljósara er að slíkt hlutskipti er ekki beinlínis ávísun á teljandi áhrif en í þinginu þarf einungis einfaldan meirihluta atkvæða. Skiptir máli eða skiptir ekki máli? Viðbrögð Oles Antons eru þau að það eina sem máli skipti sé einstaklingurinn við borðið en ekki fjölmennið á bak við hann. Það dugði þó til dæmis Dönum skammt þegar þeir urðu undir í ráðherraráðinu og neyddust til þátttöku í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Eða Írum, stærstu makrílveiðiþjóð sambandsins, þegar þeir mótmæltu makrílsamningi þess við Færeyjar á sínum tíma. Sætið við borðið skipti engu þegar upp var staðið. Forseti Evrópusambandsþingsins, Roberta Metsola, kemur vissulega frá Möltu líkt og Ole Anton nefnir en gegnir hins vegar ekki því embætti sem fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hún tilheyrir í þinginu, European Poople’s Party. Líkt og til að mynda þeim sem sæti eiga í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er henni ekki heimilt að nýta embættið til þess að ganga erinda heimalands síns. Með öðrum orðum verður málflutningur Oles Antons óneitanlega að teljast nokkuð sérstakur. Hann mótmælir því í aðra röndina að vægi Íslands yrði allajafna sáralítið á vettvangi Evrópusambandsins þvert á upplýsingar frá sambandinu sjálfu en segir síðan að það skipti alls engu máli þar sem það sé einfaldlega einstaklingurinn sem gildi í því sambandi. Augljóst er að ekki er innbyrðis samræmi í þeim málflutningi. Hvað sem því annars líður vil ég að lokum ítreka þakkir mínar til Oles Antons fyrir tækifærið til þess að fjalla frekar um helztu staðreyndirnar í þessum efnum. Hér er vitanlega um að ræða algert grundvallaratriði. Hvort við Íslendingar eigum að fara sjálfir með ákvörðunarvaldið yfir okkar málum eða ganga í Evrópusambandið þar sem ljóst er að valdið yfir flestum okkar málum og sífellt fleiri yrði í annarra höndum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög skiljanlegt er að það skuli fara illa í einarða Evrópusambandssinna eins og Ole Anton Bieltvedt þegar vakin er athygli á óþægilegum staðreyndir fyrir málstað þeirra. Líkt og versnandi stöðu fámennari ríkja sambandsins þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess eins og ég gerði í grein á Vísir.is nýverið. Velþekkt örþrifaráð við slíkar aðstæður þegar rökin þrjóta er að hafna einfaldlega raunveruleikanum. Vitanlega lýsir slík framganga fyrst og fremst þeim sem kjósa að viðhafa hana. Annað örþrifaráð sem gjarnan er gripið til þegar málefnaleg rök skortir er að fara í manninn í stað þess að halda sig við málefnið. Það segir sig auðvitað sjálft að sé málefnalegum rökum fyrir að fara er alls engin þörf fyrir það að grípa til slíkra óyndisúrræða. Eins og með afneitun raunveruleikans segir slíkt vitanlega mest um þann sem þeim beitir. Til að mynda gerir Ole Anton fremur vandræðalega tilraun í grein á Vísir.is í gær til þess að spyrða mig við öfgamenn og einræðisherra en viðurkennir síðan að ekkert bendi til slíkra tengsla. Hann heldur því fram að ég hafi farið lofsamlegum orðum um bæði Boris Johnson og Donald Trump. Nokkuð sem ég hef aldrei gert. Engin rök eru færð fram enda ekki fyrir að fara. Á sama tíma sakar hann mig um rangfærslur. Hvað grein Oles Antons varðar að öðru leyti hefur henni þegar verið svarað efnislega í grein minni á Vísir.is á dögunum sem hann þó segist vera að svara. Hvet ég fyrir vikið lesendur einfaldlega til þess að kynna sér efni hennar hafi þeir ekki þegar gert það. Full ástæða er engu að síður til þess að þakka Ole Antoni fyrir kærkomið tækifæri til þess að fjalla frekar um þessi mál og fara yfir helztu atriðin í þeim efnum. Ekki sérlega flókin stærðfræði Vægi ríkja við ákvörðunartöku á vettvangi Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda. Þetta á einkum við um ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun þess. Um þetta er einfaldlega fjallað á vefsíðu ráðsins. Þar gildir meirihlutinn í langflestum tilfellum miðaður við íbúafjölda í stað einróma samþykkis áður sem heyrir í dag til undantekninga og nær hvorki til orku- né sjávarútvegsmála. Fjögur stærstu ríkin, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, búa saman yfir 57,7% íbúafjölda Evrópusambandsins og þarf stuðning að minnsta kosti eins þeirra til þess að hægt sé að samþykkja mál í ráðherraráðinu. Til þess að hafa sama vægi og Þýzkaland eitt þarf 17 fámennari ríki sambandsins af 27. Þá geta stærstu ríkin saman stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu en til þess þarf fjögur ríki með 35% íbúafjöldans. Raunar nægir tveimur stærstu ríkjunum, Þýzkalandi og Frakklandi, nánast hvaða tvö önnur ríki til þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði landið fámennasta ríki sambandsins með 0,08% íbúafjölda þess. Hægt er að skoða vægi einstakra ríkja Evrópusambandsins innan ráðherraráðsins til dæmis í ágætri reiknivél á vefsíðu ráðsins. Þá er einfalt að reikna út vægi Íslands á sama mælikvarða með því að deila íbúafjölda landsins í heildaríbúafjölda sambandsins. Þetta er ekki sérlega flókin stærðfræði. Hvað Evrópusambandsþingið varðar er enn við lýði fyrirkomulag þar á bæ, líkt og ég benti á í greininni minni, þar sem gert er ráð fyrir lágmarksfjölda þingmanna. Þar fengi Ísland sex þingmenn af 705 eins og staðan er í dag sem væri sambærilegt við einungis hálfan þingmann á Alþingi. Deginum ljósara er að slíkt hlutskipti er ekki beinlínis ávísun á teljandi áhrif en í þinginu þarf einungis einfaldan meirihluta atkvæða. Skiptir máli eða skiptir ekki máli? Viðbrögð Oles Antons eru þau að það eina sem máli skipti sé einstaklingurinn við borðið en ekki fjölmennið á bak við hann. Það dugði þó til dæmis Dönum skammt þegar þeir urðu undir í ráðherraráðinu og neyddust til þátttöku í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Eða Írum, stærstu makrílveiðiþjóð sambandsins, þegar þeir mótmæltu makrílsamningi þess við Færeyjar á sínum tíma. Sætið við borðið skipti engu þegar upp var staðið. Forseti Evrópusambandsþingsins, Roberta Metsola, kemur vissulega frá Möltu líkt og Ole Anton nefnir en gegnir hins vegar ekki því embætti sem fulltrúi heimalands síns heldur þingflokksins sem hún tilheyrir í þinginu, European Poople’s Party. Líkt og til að mynda þeim sem sæti eiga í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er henni ekki heimilt að nýta embættið til þess að ganga erinda heimalands síns. Með öðrum orðum verður málflutningur Oles Antons óneitanlega að teljast nokkuð sérstakur. Hann mótmælir því í aðra röndina að vægi Íslands yrði allajafna sáralítið á vettvangi Evrópusambandsins þvert á upplýsingar frá sambandinu sjálfu en segir síðan að það skipti alls engu máli þar sem það sé einfaldlega einstaklingurinn sem gildi í því sambandi. Augljóst er að ekki er innbyrðis samræmi í þeim málflutningi. Hvað sem því annars líður vil ég að lokum ítreka þakkir mínar til Oles Antons fyrir tækifærið til þess að fjalla frekar um helztu staðreyndirnar í þessum efnum. Hér er vitanlega um að ræða algert grundvallaratriði. Hvort við Íslendingar eigum að fara sjálfir með ákvörðunarvaldið yfir okkar málum eða ganga í Evrópusambandið þar sem ljóst er að valdið yfir flestum okkar málum og sífellt fleiri yrði í annarra höndum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun