Frumkóða Twitter lekið á netið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2023 12:21 Elon Musk, eigandi Twitter, og aðrir forsvarsmenn vilja komast að því hver lak frumkóðanum á netið. Getty/Justin Sullivan Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. Nú vilja þessir lögmenn þvinga forsvarsmenn GitHub til að bera kennsl á hver hlóð kóðanum þar inn og hverjir sóttu hann. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá málinu, virðist sem kóðinn hafi verið opinn á GitHub í nokkra mánuði. Um er að ræða kóða sem stýrir því hvernig samfélagsmiðillinn virkar en frumkóðar sem þessir eru gífurlega mikilvægir. NYT segir að forsvarsmenn Twitter hafi nýverið komist að því að kóðanum hafi verið lekið á netið og óttast þeir að óprúttnir aðilar eins og hakkarar geti notað hann til að finna veikleika á öryggiskerfi samfélagsmiðilsins. Með því gætu þeir mögulega fengið aðgang að persónuupplýsingum notenda eða jafnvel lokað Twitter um tíma. Kóðinn gæti einnig gagnast samkeppnisaðilum Twitter. Forsvarsmenn Twitter telja að sá sem birti kóðann hafi farið frá fyrirtækinu í fyrra. Elon Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dala í október í fyrra, eftir að hann reyndi að komast undan því. Síðan þá hefur um 75 prósentum af um 7.500 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp eða þau hætt. Uppsagnirnar og aðrar sparnaðaraðgerðir hjá Twitter eru til komnar vegna þess að Musk hefur sagt nauðsynlegt að draga úr kostnaði hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Musk sagið í tölvupósti sem hann sendi nýlega til starfsmanna að hann Twitter væri um það bil tuttugu milljarða dala virði í dag, sem er meira en helmingi minna en hann keypti fyrirtækið á. Þess vegna væru sparnaðaraðgerðir nauðsynlegar og með umfangsmiklum breytingum væri mögulegt að Twitter yrði 250 milljarða virði. Twitter Bandaríkin Tölvuárásir Tengdar fréttir Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23 Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01 Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. 19. febrúar 2023 23:06 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nú vilja þessir lögmenn þvinga forsvarsmenn GitHub til að bera kennsl á hver hlóð kóðanum þar inn og hverjir sóttu hann. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá málinu, virðist sem kóðinn hafi verið opinn á GitHub í nokkra mánuði. Um er að ræða kóða sem stýrir því hvernig samfélagsmiðillinn virkar en frumkóðar sem þessir eru gífurlega mikilvægir. NYT segir að forsvarsmenn Twitter hafi nýverið komist að því að kóðanum hafi verið lekið á netið og óttast þeir að óprúttnir aðilar eins og hakkarar geti notað hann til að finna veikleika á öryggiskerfi samfélagsmiðilsins. Með því gætu þeir mögulega fengið aðgang að persónuupplýsingum notenda eða jafnvel lokað Twitter um tíma. Kóðinn gæti einnig gagnast samkeppnisaðilum Twitter. Forsvarsmenn Twitter telja að sá sem birti kóðann hafi farið frá fyrirtækinu í fyrra. Elon Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dala í október í fyrra, eftir að hann reyndi að komast undan því. Síðan þá hefur um 75 prósentum af um 7.500 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp eða þau hætt. Uppsagnirnar og aðrar sparnaðaraðgerðir hjá Twitter eru til komnar vegna þess að Musk hefur sagt nauðsynlegt að draga úr kostnaði hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu Musk sagið í tölvupósti sem hann sendi nýlega til starfsmanna að hann Twitter væri um það bil tuttugu milljarða dala virði í dag, sem er meira en helmingi minna en hann keypti fyrirtækið á. Þess vegna væru sparnaðaraðgerðir nauðsynlegar og með umfangsmiklum breytingum væri mögulegt að Twitter yrði 250 milljarða virði.
Twitter Bandaríkin Tölvuárásir Tengdar fréttir Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23 Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01 Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. 19. febrúar 2023 23:06 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. 8. mars 2023 00:23
Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. 26. febrúar 2023 20:01
Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. 19. febrúar 2023 23:06
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24
Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. 3. febrúar 2023 23:25