„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 12:41 Jónsi í Sigur Rós var ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar sakaður um stórfelld skattsvikabrot. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns, segir mikinn létti að málinu sé lokið. vísir/vilhelm Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar. Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir. Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir.
Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira