„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. mars 2023 12:31 Hrafnhildur tók mikið af ljósmyndum í vettvangsferð sinni í verslanir og birtir á síðunni sinni. aðsend „Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins. Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á velferð dýra og að íslenskir bændur standi sig vel og fái að blómstra með sína atvinnugrein á sínum búum. Hún er hins vegar alveg búin að fá nóg af því hvernig innfluttar kjötvörur eru merktar, eða ekki merkta, í íslenskum matvöruverslunum. Hún tók sig því til í vikunni og hringdi í stærstu fyrirtækin, sem sjá um innflutninginn til að leita svara hjá forsvarsmönnum þeirra. Hún gerði síðan grein fyrir niðurstöðunni á Facebook síðunni sinni og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð þar. „Ég læt bara dýravelferð mig varða og eins þetta með innflutta kjötið þar sem það er búið að vera að ljúga og svíkja fólk og plata. Mér finnst þetta vera ósanngjarnt og vanvirðing við okkar landbúnað að aðilar geti merkt unnið kjöt, sem íslenskt og víla ekki fyrir sér að nota íslenska fánann á það, það er bara til að blekkja,” segir Hrafnhildur. Og Hrafnhildur nefnir dæmi. „Um leið og þú ert búin að setja pipar eða salt á það þá er það flokkað, sem unnin vara eða í svona legi, þá ber þeim ekki skylda að tiltaka einu sinni landið, sem það kemur frá. Við getum ekki treyst þessum fyrirtækjum fyrr en lögum verður breytt. Ráðamenn þurfa að girða sig í brók en þetta liggur klárlega hjá Svandísi Svavarsdóttir,” segir Hrafnhildur enn fremur. Mynd frá HrafnhildiAðsend En hvernig voru viðbrögð ráðamanna fyrirtækjanna þegar Hrafnhildur krafði þá skýringa, voru þeir skömmustulegir eða? „Jú, jú, og bentu kannski á að aðrir væri verri að merkja en þeir sjálfir. Mér finnst líka mjög alvarlegt að tvær stórar blokkir, sem bændur, allavega að nafninu til eiga að eiga, þeir standa í þessum innflutningi og segja bara, ef við gerum það ekki, þá gerir það bara einhver annar,” segir Hrafnhildur. Hvaða blokkir eru þetta? „Við skulum bara segja, ein er Sunnanlands og ein er fyrir norðan.” Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona fyrir rétt merktum innfluttum kjötvörum, sem koma til landsins.Aðsend
Reykjavík Landbúnaður Verslun Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent