Íslendingur í átta ára fangelsi fyrir nauðgun og gróft ofbeldi í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 10:36 Nágranni gerði lögreglu viðvart þegar hann sá konuna og Geirmund nakin á svölum íbúðar hennar. Konan hrópaði á hjálp en hann dró hana inn aftur. Vísir/Getty Íslenskur ríkisborgari á fertugsaldri sem hefur þó verið búsettur í Svíþjóð allt sitt líf var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu og beita hana grófu ofbeldi fyrr í þessum mánuði. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisofbeldi í Svíþjóð. Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess. Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Geirmundur Hrafn Jónsson, sem gengur undir nafninu André Falk í Svíþjóð, var sakfelldur fyrir að halda 25 ára gamalli konu fanginni í íbúð hennar í Skärholmen við Stokkhólm í fleiri klukkustundir, beita hana grófu ofbeldi og nauðga í ágúst. Vegfarandi kallaði til lögreglu þegar hann sá konuna nakta úti á svölum kalla á hjálp og Geirmund draga hana inn í íbúðina. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Geirmundur hafi nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir gróft kynferðisofbeldi áður. Þegar hann braut á konunni í fyrra var hann á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og brot á friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sætti pyntingum í marga klukkutíma Konan sagði lögreglu að Geirmundur hefði læst hana inni í íbúð sinni, nauðgað sér hrottalega og beitt hana ofbeldi sem hafi líkst pyntingum klukkustundum saman. Hann hafi meðal annars helt sílepiparsósu í augu hennar þannig að hún sæi ekki. Hann hafi neytt hana til þess að skríða um, velta sér upp úr glerbrotum og brennt hana með vindlingum. Hann hafi hlegið á meðan á þessu stóð, að því er kemur fram í frétt sænska blaðsins Expressen. Réttarlæknir skráði um hundrað áverka á líkama konunnar þegar hún var skoðuð kvöldið eftir að lögregla skarst í leikinn. Læknirinn sagði að konan hefði verið pyntuð. Dómstóll í Södertörn sagði í dómsorði sínu að konan hafi orðið fyrir miklum andlegum og líkamlegum þjáningum og að hún hafi óttast um líf sitt. Geirmundur var einnig dæmdur til að afplána tvö og hálft ár af fyrri fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2017. Ofbeldið átti sér stað í íbúð konunnar í Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, í ágúst í fyrra.Vísir/Getty Röð dóma fyrir kynferðisofbeldi Í tilkynningu um dóminn á vef sænsku lögreglunnar kemur fram að Geirmundur hafi hlotið sakadóma fyrir sambærileg brot áður. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega alvarlegar nauðganir og nauðgun á konu sem hann kynntist í gegnum stefnumótaforrit árið 2009. Nú síðast hlaut hann rúmlega fjögurra ára dóm fyrir nauðgun, alvarlega líkamsárás og alvarlegt brot gegn friðhelgi einkalífs konu árið 2017. Sænska blaðið Expressen segir að Geirmundur hafi aðeins afplánað tvö ár af dómnum frá 2017. Hann hafi verið á reynslulausn úr fangelsi þegar hann var handtekinn fyrir að ræna og misþyrma konunni í fyrra. Auk fangelsisdómanna sem Geirmundur hlaut á fullorðinsaldri var hann dæmdur fyrir að halda kærustu sinni nauðugri og beita hana ofbeldi þegar hann var sautján ára gamall árið 2004. Hann var dæmdur til að sæta meðferðarúrræði fyrir ungmenni. Geirmundur neitaði sök fyrir dómi. Verjandi hans segir líklegt að dómnum verði áfrýjað. Íhuguðu að vísa honum úr landi Geirmundur er íslenskur ríkisborgari, sonur íslenskra foreldra sem fæddist í Lundi árið 1986, að sögn Heimildarinnar. Hann hafi aldrei haft sænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið í landinu alla sína ævi. Sænsk yfirvöld hafi kannað möguleikann að reka hann úr landi. Tengsl hans við Svíþjóð hafi þó verið talin það sterk að ekki væri grundvöllur til þess.
Svíþjóð Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira