Innlent

Hundrað milljóna miði keyptur í Reykja­vík

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stálheppinn spilari í Eurojackpot fagnar milljónunum væntanlega vel.
Stálheppinn spilari í Eurojackpot fagnar milljónunum væntanlega vel. Vísir/Vilhelm

Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.

Fyrsti vinningurinn, upp á tæpa 10 milljarða, fór ekki út að þessu sinni.

Níu manns hlutu þriðja vinning og fá þeir tæpar 20 milljónir á mann. Miðarnir voru keyptir í Hollandi, tveir í Svíþjóð, einn í Finnlandi og fimm í Þýskalandi.

Þrír voru með annan vinning í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur á mann. Tveir miðanna voru keyptir í appinu en einn var í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×