Fótbolti

Cloé Eyja að eiga sitt besta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Eyja Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni.
Cloé Eyja Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/ Joao Rico/

Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse hefur átt frábært tímabil með Benfica í Portúgal.

Cloé Eyja fékk íslenskt vegabréf í júní 2019 eftir að hafa spilað með ÍBV liðinu í fjögur ár og um haustið flutti hún sig yfir til Benfica þar sem hún hefur spilað síðan.

Cloé hefur raðað inn mörkum öll fjögur tímabil sín hjá Bencfica en þó aldrei meira en á 2022-23 tímabilinu.

Alls hefur þessi mikla markadrottning skorað 29 mörk og gefið 15 stoðsendingar í öllum keppnum með Benfica liðinu í vetur.

Hún er nú komið með 123 mörk og 48 stoðsendingar á fjórum tímabilum með portúgalska liðinu.

Cloé skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum og 9 mörk í 12 bikarleikjum með ÍBV frá 2015 til 2019 og hjálpaði ÍBV að vinna bikarinn sumarið 2017.

Cloé fékk ekki grænt ljós frá FIFA að spila með íslenska landsliðinu en hefur síðan unnið sér sæti í kanadíska landsliðinu með frammistöðu sinni með Benfica liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×