Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 12:10 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kerecis þar sem segir að fyrirtækið sé brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá Kerecis starfa tæplega 500 manns. Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur félagsins eru framleiddar, en vöruþróun fer fram í Reykjavík. Sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Mikilvægasti markaður Kerecis er í Bandaríkjunum. Tækni Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og félagið er í samstarfi um þróun og notkun á tækninni víða um heim, m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis notaðar á mörgum stærstu sjúkrahúsum landsins. „Það eru góðar og slæmar ástæður fyrir þessari velgengni,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. „Starfsfólkið er framúrskarandi, vörurnar góðar, tæknin er engu lík og við störfum í afskaplega góðu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Á hinn bóginn hefur þörfin fyrir lækningavörur Kerecis aukist mikið, m.a. vegna mikils vaxtar á sykursýki og öðrum sjúkdómum sem valda þrálátum sárum og aflimunum. Það er ekkert lát á þeirri þróun og viðbúið að við munum áfram þurfa að þjónusta stækkandi hóp sjúklinga.“ Þetta er í sjöunda sinn sem FT-1000 listinn er gefinn út. Við gerð listans horfir Financial Times til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar fyrirtækja milli 2018 og 2021. Á því tímabili óx Kerecis mikið, starfsmannafjöldi rúmlega þrefaldaðist úr 59 manns í 196 og árlegur samanlagður tekjuvöxtur nam 94,6%. Heildarvöxtur á tímabilinu nam 636,5%. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00 „Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06 Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kerecis þar sem segir að fyrirtækið sé brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá Kerecis starfa tæplega 500 manns. Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur félagsins eru framleiddar, en vöruþróun fer fram í Reykjavík. Sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Mikilvægasti markaður Kerecis er í Bandaríkjunum. Tækni Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og félagið er í samstarfi um þróun og notkun á tækninni víða um heim, m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis notaðar á mörgum stærstu sjúkrahúsum landsins. „Það eru góðar og slæmar ástæður fyrir þessari velgengni,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. „Starfsfólkið er framúrskarandi, vörurnar góðar, tæknin er engu lík og við störfum í afskaplega góðu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Á hinn bóginn hefur þörfin fyrir lækningavörur Kerecis aukist mikið, m.a. vegna mikils vaxtar á sykursýki og öðrum sjúkdómum sem valda þrálátum sárum og aflimunum. Það er ekkert lát á þeirri þróun og viðbúið að við munum áfram þurfa að þjónusta stækkandi hóp sjúklinga.“ Þetta er í sjöunda sinn sem FT-1000 listinn er gefinn út. Við gerð listans horfir Financial Times til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar fyrirtækja milli 2018 og 2021. Á því tímabili óx Kerecis mikið, starfsmannafjöldi rúmlega þrefaldaðist úr 59 manns í 196 og árlegur samanlagður tekjuvöxtur nam 94,6%. Heildarvöxtur á tímabilinu nam 636,5%.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00 „Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06 Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00
„Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06
Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31