Íslendingalið Bayern fer með forystu til Lundúna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 19:39 Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni í leik kvöldsins. Adam Pretty/Getty Images Íslendingalið Bayern München vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Arsenal í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld og er því með forskot fyrir seinni leikinn sem fer fram í Lundúnum í næstu viku. Þrjár íslenskar landsliðskonur eru á mála hjá Bayern en það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá þýska liðinu, en Karólína og Cecilía sátu báðar á bekknum. Lea Schuller skoraði eina mark leiksins er hún kom heimakonum í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Maximiliane Rall. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og hægt er að horfa á hann aftur hér að neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Íslendingalið Bayern München vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Arsenal í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld og er því með forskot fyrir seinni leikinn sem fer fram í Lundúnum í næstu viku. Þrjár íslenskar landsliðskonur eru á mála hjá Bayern en það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá þýska liðinu, en Karólína og Cecilía sátu báðar á bekknum. Lea Schuller skoraði eina mark leiksins er hún kom heimakonum í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Maximiliane Rall. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og hægt er að horfa á hann aftur hér að neðan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti