Fótbolti

PSG tapaði ó­vænt á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mbappé tókst ekki að koma boltanum framhjá Steve Mandanda í dag.
Mbappé tókst ekki að koma boltanum framhjá Steve Mandanda í dag. Mustafa Yalcin/Getty Images

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain töpuðu óvænt 0-2 á heimavelli fyrir Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Það er í raun formsatriði fyrir PSG að klára frönsku úrvalsdeildina en liðið er úr leik í franska bikarnum sem og Meistaradeild Evrópu. Haldi liðið áfram að spila eins og það gerði í dag gæti farið svo að baráttan um franska meistaratitilinn verði áhugaverð.

Það vantaði vissulega þó nokkuð af lykilmönnum í lið PSG í dag en samt sem áður voru Gianluigi Donnarumma, Nuno Mendes, Marco Veratti, Lionel Messi og Kylian Mbappé allir í byrjunarliði heimaliðsins.

Heimamenn voru heillum horfnir og Karl Toko Ekambi skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Rennes 1-0 yfir í hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerði Arnaud Kalimuendo fyrir Rennes. Lokatölur í París 0-2.

PSG er sem fyrr á toppnum með 66 stig, níu stigum meira en Lens í 2. sæti þegar 10 leikir eru eftir. Rennes er í 5. sæti með 50 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×