Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 20:43 Financial Times greindi frá því í gær að UBS hyggðist hefja viðræður um yfirtöku á Credit Suisse. Vonir eru bundnar við að niðurstaða liggi fyrir jafnvel í kvöld. Getty/Arnd Wiegmann Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. Mikill órói hefur verið á fjármálamörkuðum víða um heim í vikunni eftir að greint var frá falli bandaríska bankans Silicon Valley Bank og síðar svissneska bankans Credit Suisse. Hlutabréf í Credit Suisse hafa hríðfallið, þrátt fyrir að svissneski seðlabankinn hafi veitt þeim neyðarlán upp á 50 milljarða svissneska franka, eða tæplega 7.600 milljarða króna, á fimmtudag. UBS and regulators rush to seal Credit Suisse takeover deal https://t.co/8fxHQfrXHW— Financial Times (@FinancialTimes) March 18, 2023 Viðskiptamiðillinn Financial Times greindi frá því seint í gærkvöldi frá því að stjórnir svissnesku bankanna UBS og Credit Suisse muni funda um helgina þar sem möguleg yfirtaka fyrrnefnda bankans á hinum síðarnefnda, annað hvort að hluta eða í heild, yrði rædd. Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi standa að viðræðunum sem ætlað er að endurvekja traust á bankakerfi landsins og er búist við að niðurstaða liggi fyrir á mánudag. Um sé að ræða ákjósanlegasta kostinn en aðrir valmöguleikar séu einnig til skoðunar. Vilja flýta fyrir samrunanum Miðillinn greindi þá frá því fyrir skömmu, og hafði það eftir einstaklingum sem þekkja til málsins, að yfirvöld í Sviss séu að undirbúa neyðarráðstafanir til að flýta fyrir samrunanum. Ríkisstjórn Sviss kom saman á neyðarfundi í kvöld vegna málsins og fékk þar kynningu meðal annars frá seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu og fulltrúum bankageirans, að því er segir í fréttinni. Undir venjulegum kringumstæðum hefði UBS gefið hluthöfum sex vikur fyrir samráð um samrunann og síðar lagt málið í atvkæðagreiðslu en ráðstafanirnar eru sagðar miða að því að sleppa því alfarið. Enn sé þó unnið að útfærslunni og smáatriðum því tengdu en bankinn er sagður fara fram á ýmsar tryggingar og undanþágur vegna sölunnar. UBS mulls takeover of Credit Suisse with possible Swiss government guarantees https://t.co/Sp3EbpVJo3 pic.twitter.com/MhHo1O7YLI— Reuters (@Reuters) March 18, 2023 Samkvæmt frétt Reuters fara þau fram á að ríkisstjórnin veiti þeim um sex milljarða dali til að tryggja þau vegna atriða tengdum yfirtökunni en talið er að um tíu þúsund manns gætu misst vinnuna með samrunanum. Sú upphæð er þó ekki staðfest og gæti tekið breytingum þar sem ýmsir þættir eru sagðir til skoðunar. Þá er Bandaríski fjárfestingarbankinn BlackRock hafði áður verið orðaður við málið, ásamt öðrum, en forsvarsmenn þvertóku fyrir það í dag að þeir hyggðu á yfirtöku. Í frétt Financial Times sem birt var eftir yfirlýsingu BlackRock er þó vísað til þess að fjölmargir heimildarmenn hafi staðfest að bankinn hafi verið að skoða valmöguleika í því samhengi og meira að segja teiknað upp áætlun. Bandaríkjaþing skoðar aðgerðir Mikill titringur hefur sömuleiðis verið á mörkuðum í Bandaríkjunum en nokkrir af stærstu bönkunum þar í landi komust á fimmtudag að samkomulagi um að verja þrjátíu milljörðum dala, eða rúmlega 4.200 milljarða króna, til að forða bandaríska bankanum First Republic frá falli. Bandaríkjaþing er einnig með málið til skoðunar en vitnaleyðslur fyrir þingnefnd hafa verið boðaðar í lok mánaðar til að ná fram svörum um stöðu bandaríska bankakerfisins og hafa breytingar á regluverki verið ræddar. Fjármálakerfið á Íslandi sterkt en áhrifin gætu verið einhver Hvort áhrifin verði einhver á Íslandi segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að þekktir veikleikar hafi verið til staðar hjá fyrirtækjunum erlendis. „Hér heima erum við ekki með sambærilegar aðstæður, við metum það þannig að styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé bara mjög mikill. En þetta þýðir ekki að við séum algjörlega einangruð, það getur auðvitað smitast til Íslands,“ segir Bjarni. Fylgjast þurfi með því hvort þróunin muni leiða til þess að það dragi á endanum úr viðskiptakjörum Íslendinga. Ákveðin hætta sé á því að fjármagnskostnaður aukist sem geti bitnað á þeim sem treysta á erlenda fjármögnun, og jafnvel eftir atvikum ríkissjóði. „Það er ekki alveg gott að spá nákvæmlega fyrir um það hvernig þessir atburðir sem að eru enn þá dálítið að rekja sig, dag frá degi, munu spilast út en heilt yfir eru þetta ekkert neitt sérstaklega góðar fréttir, þó ég hafi ekki mjög miklar áhyggjur af því,“ segir Bjarni. „Það er margt sem að við getum gert sem að við höfum stjórn á hér heima fyrir, sem við eigum að beina sjónum okkar að, umfram það sem er að gerast þarna úti,“ segir hann enn fremur og vísar til aðgerða sem miða að því að draga úr verðbólgu hér á landi. Fjármálamarkaðir Sviss Bandaríkin Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45 Bankar sameinast um að bjarga First Republic Nokkrir stórir bandarískir bankar hafa tekið sig saman og sett þrjátíu milljarða dollara inn í bankann First Republic til að forða honum frá falli. 17. mars 2023 07:24 Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36 Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14 Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikill órói hefur verið á fjármálamörkuðum víða um heim í vikunni eftir að greint var frá falli bandaríska bankans Silicon Valley Bank og síðar svissneska bankans Credit Suisse. Hlutabréf í Credit Suisse hafa hríðfallið, þrátt fyrir að svissneski seðlabankinn hafi veitt þeim neyðarlán upp á 50 milljarða svissneska franka, eða tæplega 7.600 milljarða króna, á fimmtudag. UBS and regulators rush to seal Credit Suisse takeover deal https://t.co/8fxHQfrXHW— Financial Times (@FinancialTimes) March 18, 2023 Viðskiptamiðillinn Financial Times greindi frá því seint í gærkvöldi frá því að stjórnir svissnesku bankanna UBS og Credit Suisse muni funda um helgina þar sem möguleg yfirtaka fyrrnefnda bankans á hinum síðarnefnda, annað hvort að hluta eða í heild, yrði rædd. Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi standa að viðræðunum sem ætlað er að endurvekja traust á bankakerfi landsins og er búist við að niðurstaða liggi fyrir á mánudag. Um sé að ræða ákjósanlegasta kostinn en aðrir valmöguleikar séu einnig til skoðunar. Vilja flýta fyrir samrunanum Miðillinn greindi þá frá því fyrir skömmu, og hafði það eftir einstaklingum sem þekkja til málsins, að yfirvöld í Sviss séu að undirbúa neyðarráðstafanir til að flýta fyrir samrunanum. Ríkisstjórn Sviss kom saman á neyðarfundi í kvöld vegna málsins og fékk þar kynningu meðal annars frá seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu og fulltrúum bankageirans, að því er segir í fréttinni. Undir venjulegum kringumstæðum hefði UBS gefið hluthöfum sex vikur fyrir samráð um samrunann og síðar lagt málið í atvkæðagreiðslu en ráðstafanirnar eru sagðar miða að því að sleppa því alfarið. Enn sé þó unnið að útfærslunni og smáatriðum því tengdu en bankinn er sagður fara fram á ýmsar tryggingar og undanþágur vegna sölunnar. UBS mulls takeover of Credit Suisse with possible Swiss government guarantees https://t.co/Sp3EbpVJo3 pic.twitter.com/MhHo1O7YLI— Reuters (@Reuters) March 18, 2023 Samkvæmt frétt Reuters fara þau fram á að ríkisstjórnin veiti þeim um sex milljarða dali til að tryggja þau vegna atriða tengdum yfirtökunni en talið er að um tíu þúsund manns gætu misst vinnuna með samrunanum. Sú upphæð er þó ekki staðfest og gæti tekið breytingum þar sem ýmsir þættir eru sagðir til skoðunar. Þá er Bandaríski fjárfestingarbankinn BlackRock hafði áður verið orðaður við málið, ásamt öðrum, en forsvarsmenn þvertóku fyrir það í dag að þeir hyggðu á yfirtöku. Í frétt Financial Times sem birt var eftir yfirlýsingu BlackRock er þó vísað til þess að fjölmargir heimildarmenn hafi staðfest að bankinn hafi verið að skoða valmöguleika í því samhengi og meira að segja teiknað upp áætlun. Bandaríkjaþing skoðar aðgerðir Mikill titringur hefur sömuleiðis verið á mörkuðum í Bandaríkjunum en nokkrir af stærstu bönkunum þar í landi komust á fimmtudag að samkomulagi um að verja þrjátíu milljörðum dala, eða rúmlega 4.200 milljarða króna, til að forða bandaríska bankanum First Republic frá falli. Bandaríkjaþing er einnig með málið til skoðunar en vitnaleyðslur fyrir þingnefnd hafa verið boðaðar í lok mánaðar til að ná fram svörum um stöðu bandaríska bankakerfisins og hafa breytingar á regluverki verið ræddar. Fjármálakerfið á Íslandi sterkt en áhrifin gætu verið einhver Hvort áhrifin verði einhver á Íslandi segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að þekktir veikleikar hafi verið til staðar hjá fyrirtækjunum erlendis. „Hér heima erum við ekki með sambærilegar aðstæður, við metum það þannig að styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé bara mjög mikill. En þetta þýðir ekki að við séum algjörlega einangruð, það getur auðvitað smitast til Íslands,“ segir Bjarni. Fylgjast þurfi með því hvort þróunin muni leiða til þess að það dragi á endanum úr viðskiptakjörum Íslendinga. Ákveðin hætta sé á því að fjármagnskostnaður aukist sem geti bitnað á þeim sem treysta á erlenda fjármögnun, og jafnvel eftir atvikum ríkissjóði. „Það er ekki alveg gott að spá nákvæmlega fyrir um það hvernig þessir atburðir sem að eru enn þá dálítið að rekja sig, dag frá degi, munu spilast út en heilt yfir eru þetta ekkert neitt sérstaklega góðar fréttir, þó ég hafi ekki mjög miklar áhyggjur af því,“ segir Bjarni. „Það er margt sem að við getum gert sem að við höfum stjórn á hér heima fyrir, sem við eigum að beina sjónum okkar að, umfram það sem er að gerast þarna úti,“ segir hann enn fremur og vísar til aðgerða sem miða að því að draga úr verðbólgu hér á landi.
Fjármálamarkaðir Sviss Bandaríkin Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45 Bankar sameinast um að bjarga First Republic Nokkrir stórir bandarískir bankar hafa tekið sig saman og sett þrjátíu milljarða dollara inn í bankann First Republic til að forða honum frá falli. 17. mars 2023 07:24 Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36 Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14 Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45
Bankar sameinast um að bjarga First Republic Nokkrir stórir bandarískir bankar hafa tekið sig saman og sett þrjátíu milljarða dollara inn í bankann First Republic til að forða honum frá falli. 17. mars 2023 07:24
Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36
Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47
Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00
Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. 13. mars 2023 23:14
Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57