Fótbolti

Man. United mætir Sevilla í átta liða úrslitunum en Juve bíður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford og félagar í Manchester United eru á leiðinni til Spánar.
Marcus Rashford og félagar í Manchester United eru á leiðinni til Spánar. Getty/Fermin Rodriguez

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United drógst á móti spænska félaginu Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var í dag.

United menn hafa þegar unnið einn titil á tímabilinu og þykja sigurstranglegir í þessari keppni. Manchester liðið er einnig komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins sem fara fram um helgina.

Átta lið frá sjö mismunandi löndum voru í pottinum þegar dregið var í Evrópudeildinni í Nyon í dag.

Manchester United er eina liðið frá Englandi eftir að Arsenal datt út eftir vítakeppni á Emirates leikvanginum í gærkvöldi.

Juventus mætir Arsenal bönunum í Sporting frá Portúgal. Lærisveinar Jose Mourinho fara til Hollands og spila við Feyenoord.

Komist Manchester United áfram í undanúrslitin þá bíður þeirra sigurvegarinn úr viðureign Juventus frá Ítalíu og Sporting frá Portúgal.

Átta liða úrslitin verða spiluð 13. apríl annars vegar og 20. apríl hins vegar.

  • Liðin sem mætast í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar 2022-23:
  • Manchester United (England) - Sevilla (Spánn)
  • Juventus (Ítalía) - Sporting CP (Portúgal)
  • Bayer Leverkusen (Þýskaland) - Union Saint-Gilloise (Belgíu)
  • Feyenoord (Holland) - Roma (Ítalía)
  • -
  • Liðin sem mætast í undanúrslitum Evrópudeildarinnar 2022-23:
  • Juventus/Sporting CP - Manchester United/Sevilla
  • Feyenoord/Roma - Bayer Leverkusen/Union Saint-Gilloise



Fleiri fréttir

Sjá meira


×