Óttast frekar jarðakaup útlendinga því þeir vilji „vera í friði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:25 Kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum valda mörgum hugarangri og óttast er að umræddar jarðir verði ekki lengur aðgengilegar almenningi. GETTY/Ágúst Eiríksson/Bítið Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði. Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun. Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Á dögunum voru fréttir sagðar af kaupum ónefnds kanadísks auðkýfings á jörðinni Horni í Skorradal en á henni stendur hið tignarlega fjall Skessuhorn sem jafnframt er eitt þekktasta fjall Borgarfjarðar. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að kaupendurnir hefðu í febrúar fengið byggingarleyfi fyrir tveimur byggingum sem samanlagt telja sautján hundruð fermetra. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samút, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir þetta mál sé ekkert einsdæmi. „Þetta tilheyrir og fellur undir það sem við köllum ferðafrelsisbaráttu sem er barátta sem við erum búin að standa í lengi og þetta er ekki eina málið sem er á borðinu hjá okkur. Þetta hefur verið þannig að þeir sem eiga nóg af peningum hafa verið að kaupa upp jarðir á Íslandi. Hjörleifshöfðamálið kom nú upp hérna á sínum tíma líka og svo hefur það verið að gerast að ríkir einstaklingar kaupi jarðir og vilja bara fá að vera í friði og þeir hafa verið að loka aðgengi að jörðunum, bæði fyrir gangandi, akandi, skíðandi, ríðandi og hvernig sem menn hafa verið að fara. Það er verið að loka aðgengi að vötnum og annað sem hefur verið óvinsælt.“ En ætti hið sama ekki líka að gilda um íslenska auðmenn sem kaupa upp jarðir? „Þetta er ekki endilega bara útlendingar en við hræðumst mest útlendingana því þeir eru að kaupa jarðir til að fá að vera í friði. Dæmi eru um það að þeir hafi lokað jörðunum og eru bara fastir fyrir og það gengur rosalega illa því við höfum ákveðinn rétt hér Íslendingar sem heitir almannaréttur. Vandamálið við almannaréttinn er að hann er bundinn náttúruverndarlögum en eignarétturinn er bundinn í stjórnarskrá, hann er rétthærri,“ sagði formaður Samút í Bítinu í morgun.
Jarðakaup útlendinga Skipulag Bítið Skorradalshreppur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira