Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Árni Jóhannsson skrifar 16. mars 2023 22:43 Valur fær ÍR í heimsókn. Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. ÍR byrjaði af fítonskrafti í leiknum á meðan að Valsmenn voru gjörsamlega fjarverandi fyrstu mínúturnar. Skotin hjá Val hreinlega vildu ekki ofan í og ÍR gekk á lagið og áður en við var litið þá var staðan orðin 0-13 fyrir ÍR og þá tók Finnur Freyr leikhlé til að athuga hvort það væri ekki í lagi með sína menn. ÍR skoraði eina körfu í viðbót þannig að sprettur ÍR-inga varð 0-15 og Breiðhyltingar í sjöunda himni líklega. Þeir héldu áfram að gera vel sóknarlega og héldu andstæðingum sínum í skefjum þannig að munurinn eftir fyrsta leikhluta 12 stig í stöðunni 10-22. ÍR hélt áfram að gera vel og áttu svör við öllum sóknaraðgerðum Valsmanna og létu það ekki slá sig út af laginu að varnarleikur heimamanna yrði ákafari. Munurinn hélst í tveggja stafa tölu allt þar til um þrjár mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Valsmenn náðu tveimur 6-0 sprettum með skömmu millibili sem ÍR-ingar náðu þó að svara þannig að munurinn var sjö stig þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan í hálfleik var 40-47 og manni fannst að Valsmenn myndu nálgast ÍR meira frekar en minna. Það varð raunin og Valsmenn byrjuðu betur og náðu að stöðva gestina í sínum sóknaraðgerðum en náðu ekki að nýta það til fullnustu sóknarlega og því náðu þeir ekki að jafna og komast fyrr en á 28. mínútu leiksins þegar staðan var 57-55 fyrir heimamenn. ÍR gerði mjög vel að halda sér þó inn í leiknum en þeir eru það lið sem er slappast í fjórða leikhluta til dæmis. ÍR komst aftur yfir en liðin skiptust á að skora síðustu mínútur en ÍR leiddi með einu stigi þegar einn leikhluti var eftir af venjulegum leiktíma. ÍR fann kraft í fjórða leikhluta til að byrja betur og komust aftur fimm stigum yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum og mínútu síðar voru tveir þristar farnir niður og munurinn orðinn 10 stig sem gerði það að verkum að Finnur þurfti að taka leikhlé. Það hafði tilætluð áhrif því Valsmenn skoruðu 10 stig í röð og jöfnuðu metin 74-74. Eftir það skiptust liðin á því að skora en Pablo Bertone henti niður risaþrist niður til ða koma heimamönnum þremur stigum yfir þegar minna en mínúta var eftir. ÍR náði í fimm vítaskot til að komast yfir í lokin en tvö víti geiguðu á meðan Valsmenn gátu ekki keypt sér körfu. Því varð staðan 82-82 og þurfti því að framlengja. Liðin skiptust á að skora og klúðra boltanum til hins liðsins. Liðin skiptust einnig á að vera með forskotið en þegar minna en hálf mínúta var eftir klikkuðu Valsmenn á skoti, ekki í fyrsta skipti í leiknum, þegar staðan var 89-87 fyrir heimamenn. ÍR hélt í sókn og náði Martin Paasoja að brjótast í gegnum varnarmúr heimamanna og skjóta boltanum í spjaldið og ofan í til að jafna metin og aftur þurfti að framlengja. ÍR henti niður þrist til að koma gestunum yfir í byrjun fjórða leikhluta en þá komust 7-0 sprett til að komast fjórum stigum yfir og eftir leikhlé ÍR-inga skoruðu þeir tvö stig til viðbótar og munurinn sjö stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Leiknum var á þeim tímapunkti því miður lokið fyrir ÍR en Valsmenn sigldu heim mjög mikilvægum og áhrifamiklum sigri í baráttunni á báðum endum vallarins. Lokatölur 102-97 og Valsmenn gátu andað léttar. Afhverju vann Valur? Finnur Freyr þjálfari sagði í viðtali að einhver barátta og grind hafi skilað þessum sigri en í raun og veru var það að ´ÍR þvarr krafturinn en þeir fóru að missa menn út af með fimm villur og hópurinn þeirra er þunnur og ekki hjálpaði það. Valur fann sín gæði, bæði körfuboltaleg og andleg, til að sækja þessi tvö stig. Hvað gekk illa? Ekki láta lokatölurnar plata ykkur því það þurfti 50 mínútur til að skora þessi stig. Sóknarleikur liðanna var ekki góður enda mikið undir. Liðin hittu bæði minna en 40% skota sinna og var oftar en ekki mikill darraðadans með boltann og menn að glutra honum úr höndunum sínum. Hverjr voru bestir á velli? Pablo Bertone var lang stigahæsti maður vallarins og kláraði hann með 34 stig og sex stoðsendingar. Skilaði það honum 36 framlagspunktum. Hjá ÍR var Martin Paasoja stigahæstur með 22 stig en þegar talað er um tröllatvennur þá skilaði Taylor Maurice Johns einni slíkri fyrir ÍR. Taylor skoraði 14 stig og tók 23 fráköst. Hann varði að auki 2 skot og skilaði það honum 29 framlagspunktum. Mikil tröllaframmistaða hjá miðherjanum kraftmikla Tölfræði sem vakti athygli? Eins og gangur leiksins hefur sýnt að þá var þetta mjög jafn leikur í lok leiksins. ÍR leiddi í 27 mínútur en þegar Valur var búið að jafna þá skiptust liðin níu sinnum á forystunni og níu sinnum var jafnt í leiknum. Hvað næst? Valur er að fara að keppa við Njarðvíkinga í leik sem gæti skipt öllu máli í því hvar deildarmeistartitillinn lendir. ÍR þarf svo að vinna Keflvíkinga á heimavelli til að halda lífi í sínum vonum. Frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit en það þarf að klára leikinn en ÍR hefur bara unnið einn af fimm jöfnum leikjum sem þeir hafa lent í í kvöld. Finnur Freyr: Það eru dúndur leikir framundan og það jákvæða við þennan leik er það að hann er búinn „Það var bara eitthvað grind í lokin sem skilaði þessu. Þessi leikur litaðist af því að annað liðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan hitt er að hugsa um eitthvað allt annað“, sagði þjálfari Valsmanna, svekktur með frammistöðu sinna manna ánægður með sigurinn. „Ég er svekktur yfir því því við erum búnir að vera að tala um það að byggja upp stemmningu fyrir úrslitakeppnina og þetta var smá skref til baka í þeirri vegferð en við munum ekki dvelja lengi við þetta. Ég held að það séu engir leikir eftir þar sem við getum verið að hugsa eitthvað fram í tímann. Njarðvík fyrst og svo Tindastól. Það eru dúndur leikir framundan og það jákvæða við þennan leik er það að hann er búinn. Við erum með betri lið en ÍR en að sama skapi verðum við að hrósa Ísaki og liðinu hans.“ „Það var kraftur í þeim og gerðu þetta vel. Misstu menn útaf en nýjir menn héldu áfram. Friðrik Leó flottur þannig að við verðum að hrósa þeim fyrir gott hugarfar og menn stigu upp í fjarveru annarra. Við getum verið fúlir með okkur en við getum þá sett meiri fókus á ÍR og hrósað þeim“, sagði Finnur það hvort hans menn þyrftu að passa sig á því að vera ekki með hugann við framtíðina áður en hann var spurður að því hvort ánægjan væri ekki mikil með sigurinn þó Valsmenn séu fúlir út í sjálfan sig. „Mjög ánægður með sigurinn. Hann er það sem skiptir öllu máli í þessu. Við tökum hann og höldum áfram.“ Pryor: Við förum að sofa í kvöld og hefjumst handa aftur á morgun „Ég er sorgmæddur, það er ekki hægt að segja annað. Það er mikið af tilfinningum í þessu en sorg er efst í huga núna. Við börðumst og höfum verið svo nálægt því að vinna í svo mörgum leikjum og ef boltinn rúllar öðruvísis þá væri staðan allt önnur. Í enda dagins þá er maður bara sorgmæddur með útkomuna.“, sagði Collin Pryor þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar eftir hetjulega frammistöðu ÍR. Collin var spurður út í það hvað hafi skorið úr um niðurstöðu leiksins í kvöld. „Þetta var góður leikur og eftir tvær framlengingar þá var þessi leikur 50/50. Hefði boltinn rúllað okkur í hag í nokkur skipti þá hefðum við unnið. Annað liðið þurfti bara að tapa og annað að vinna þetta fór eins og það fór.“ Höttur tapaði sem gefur ÍR möguleikann á því að halda sér upp ef þeir vinna báða leiki sína en Collin var spurður að því hvað leikmenn ÍR myndu hugsa um milli leikja. „Við verðum bara að berjast. Alla daga þangað til tímabilinu lýkur þá verður þetta bardagi. Við tökum þennan leik inn og greinum hann en svo verðum við að fara að vinna á morgun.“ Að lokum var Collin spurður að því hvort þetta tap myndi hugsanlega sitja í hans mönnum og hafa áhrif á þá gegn Keflavík í næstu umferð. „Það má ekki gerast. Við verðum að halda áfram og berjast. Nú kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Við förum að sofa í kvöld og hefjumst handa aftur á morgun.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur ÍR
Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. ÍR byrjaði af fítonskrafti í leiknum á meðan að Valsmenn voru gjörsamlega fjarverandi fyrstu mínúturnar. Skotin hjá Val hreinlega vildu ekki ofan í og ÍR gekk á lagið og áður en við var litið þá var staðan orðin 0-13 fyrir ÍR og þá tók Finnur Freyr leikhlé til að athuga hvort það væri ekki í lagi með sína menn. ÍR skoraði eina körfu í viðbót þannig að sprettur ÍR-inga varð 0-15 og Breiðhyltingar í sjöunda himni líklega. Þeir héldu áfram að gera vel sóknarlega og héldu andstæðingum sínum í skefjum þannig að munurinn eftir fyrsta leikhluta 12 stig í stöðunni 10-22. ÍR hélt áfram að gera vel og áttu svör við öllum sóknaraðgerðum Valsmanna og létu það ekki slá sig út af laginu að varnarleikur heimamanna yrði ákafari. Munurinn hélst í tveggja stafa tölu allt þar til um þrjár mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Valsmenn náðu tveimur 6-0 sprettum með skömmu millibili sem ÍR-ingar náðu þó að svara þannig að munurinn var sjö stig þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan í hálfleik var 40-47 og manni fannst að Valsmenn myndu nálgast ÍR meira frekar en minna. Það varð raunin og Valsmenn byrjuðu betur og náðu að stöðva gestina í sínum sóknaraðgerðum en náðu ekki að nýta það til fullnustu sóknarlega og því náðu þeir ekki að jafna og komast fyrr en á 28. mínútu leiksins þegar staðan var 57-55 fyrir heimamenn. ÍR gerði mjög vel að halda sér þó inn í leiknum en þeir eru það lið sem er slappast í fjórða leikhluta til dæmis. ÍR komst aftur yfir en liðin skiptust á að skora síðustu mínútur en ÍR leiddi með einu stigi þegar einn leikhluti var eftir af venjulegum leiktíma. ÍR fann kraft í fjórða leikhluta til að byrja betur og komust aftur fimm stigum yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum og mínútu síðar voru tveir þristar farnir niður og munurinn orðinn 10 stig sem gerði það að verkum að Finnur þurfti að taka leikhlé. Það hafði tilætluð áhrif því Valsmenn skoruðu 10 stig í röð og jöfnuðu metin 74-74. Eftir það skiptust liðin á því að skora en Pablo Bertone henti niður risaþrist niður til ða koma heimamönnum þremur stigum yfir þegar minna en mínúta var eftir. ÍR náði í fimm vítaskot til að komast yfir í lokin en tvö víti geiguðu á meðan Valsmenn gátu ekki keypt sér körfu. Því varð staðan 82-82 og þurfti því að framlengja. Liðin skiptust á að skora og klúðra boltanum til hins liðsins. Liðin skiptust einnig á að vera með forskotið en þegar minna en hálf mínúta var eftir klikkuðu Valsmenn á skoti, ekki í fyrsta skipti í leiknum, þegar staðan var 89-87 fyrir heimamenn. ÍR hélt í sókn og náði Martin Paasoja að brjótast í gegnum varnarmúr heimamanna og skjóta boltanum í spjaldið og ofan í til að jafna metin og aftur þurfti að framlengja. ÍR henti niður þrist til að koma gestunum yfir í byrjun fjórða leikhluta en þá komust 7-0 sprett til að komast fjórum stigum yfir og eftir leikhlé ÍR-inga skoruðu þeir tvö stig til viðbótar og munurinn sjö stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Leiknum var á þeim tímapunkti því miður lokið fyrir ÍR en Valsmenn sigldu heim mjög mikilvægum og áhrifamiklum sigri í baráttunni á báðum endum vallarins. Lokatölur 102-97 og Valsmenn gátu andað léttar. Afhverju vann Valur? Finnur Freyr þjálfari sagði í viðtali að einhver barátta og grind hafi skilað þessum sigri en í raun og veru var það að ´ÍR þvarr krafturinn en þeir fóru að missa menn út af með fimm villur og hópurinn þeirra er þunnur og ekki hjálpaði það. Valur fann sín gæði, bæði körfuboltaleg og andleg, til að sækja þessi tvö stig. Hvað gekk illa? Ekki láta lokatölurnar plata ykkur því það þurfti 50 mínútur til að skora þessi stig. Sóknarleikur liðanna var ekki góður enda mikið undir. Liðin hittu bæði minna en 40% skota sinna og var oftar en ekki mikill darraðadans með boltann og menn að glutra honum úr höndunum sínum. Hverjr voru bestir á velli? Pablo Bertone var lang stigahæsti maður vallarins og kláraði hann með 34 stig og sex stoðsendingar. Skilaði það honum 36 framlagspunktum. Hjá ÍR var Martin Paasoja stigahæstur með 22 stig en þegar talað er um tröllatvennur þá skilaði Taylor Maurice Johns einni slíkri fyrir ÍR. Taylor skoraði 14 stig og tók 23 fráköst. Hann varði að auki 2 skot og skilaði það honum 29 framlagspunktum. Mikil tröllaframmistaða hjá miðherjanum kraftmikla Tölfræði sem vakti athygli? Eins og gangur leiksins hefur sýnt að þá var þetta mjög jafn leikur í lok leiksins. ÍR leiddi í 27 mínútur en þegar Valur var búið að jafna þá skiptust liðin níu sinnum á forystunni og níu sinnum var jafnt í leiknum. Hvað næst? Valur er að fara að keppa við Njarðvíkinga í leik sem gæti skipt öllu máli í því hvar deildarmeistartitillinn lendir. ÍR þarf svo að vinna Keflvíkinga á heimavelli til að halda lífi í sínum vonum. Frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit en það þarf að klára leikinn en ÍR hefur bara unnið einn af fimm jöfnum leikjum sem þeir hafa lent í í kvöld. Finnur Freyr: Það eru dúndur leikir framundan og það jákvæða við þennan leik er það að hann er búinn „Það var bara eitthvað grind í lokin sem skilaði þessu. Þessi leikur litaðist af því að annað liðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan hitt er að hugsa um eitthvað allt annað“, sagði þjálfari Valsmanna, svekktur með frammistöðu sinna manna ánægður með sigurinn. „Ég er svekktur yfir því því við erum búnir að vera að tala um það að byggja upp stemmningu fyrir úrslitakeppnina og þetta var smá skref til baka í þeirri vegferð en við munum ekki dvelja lengi við þetta. Ég held að það séu engir leikir eftir þar sem við getum verið að hugsa eitthvað fram í tímann. Njarðvík fyrst og svo Tindastól. Það eru dúndur leikir framundan og það jákvæða við þennan leik er það að hann er búinn. Við erum með betri lið en ÍR en að sama skapi verðum við að hrósa Ísaki og liðinu hans.“ „Það var kraftur í þeim og gerðu þetta vel. Misstu menn útaf en nýjir menn héldu áfram. Friðrik Leó flottur þannig að við verðum að hrósa þeim fyrir gott hugarfar og menn stigu upp í fjarveru annarra. Við getum verið fúlir með okkur en við getum þá sett meiri fókus á ÍR og hrósað þeim“, sagði Finnur það hvort hans menn þyrftu að passa sig á því að vera ekki með hugann við framtíðina áður en hann var spurður að því hvort ánægjan væri ekki mikil með sigurinn þó Valsmenn séu fúlir út í sjálfan sig. „Mjög ánægður með sigurinn. Hann er það sem skiptir öllu máli í þessu. Við tökum hann og höldum áfram.“ Pryor: Við förum að sofa í kvöld og hefjumst handa aftur á morgun „Ég er sorgmæddur, það er ekki hægt að segja annað. Það er mikið af tilfinningum í þessu en sorg er efst í huga núna. Við börðumst og höfum verið svo nálægt því að vinna í svo mörgum leikjum og ef boltinn rúllar öðruvísis þá væri staðan allt önnur. Í enda dagins þá er maður bara sorgmæddur með útkomuna.“, sagði Collin Pryor þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar eftir hetjulega frammistöðu ÍR. Collin var spurður út í það hvað hafi skorið úr um niðurstöðu leiksins í kvöld. „Þetta var góður leikur og eftir tvær framlengingar þá var þessi leikur 50/50. Hefði boltinn rúllað okkur í hag í nokkur skipti þá hefðum við unnið. Annað liðið þurfti bara að tapa og annað að vinna þetta fór eins og það fór.“ Höttur tapaði sem gefur ÍR möguleikann á því að halda sér upp ef þeir vinna báða leiki sína en Collin var spurður að því hvað leikmenn ÍR myndu hugsa um milli leikja. „Við verðum bara að berjast. Alla daga þangað til tímabilinu lýkur þá verður þetta bardagi. Við tökum þennan leik inn og greinum hann en svo verðum við að fara að vinna á morgun.“ Að lokum var Collin spurður að því hvort þetta tap myndi hugsanlega sitja í hans mönnum og hafa áhrif á þá gegn Keflavík í næstu umferð. „Það má ekki gerast. Við verðum að halda áfram og berjast. Nú kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Við förum að sofa í kvöld og hefjumst handa aftur á morgun.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti