Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:59 Óhætt er að segja að um mikið tæknistökk sé að ræða. Vísir/Sigurjón/Arnar Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. Gervigreindin, sem við höfum lesið um í hinum ýmsu framtíðarsögum, er mætt í öllu sínu veldi en sú sem talin er vera best talar nú íslensku. Fyrirtækið Miðeind hefur að undanförnu unnið með bandaríska fyrirtækinu Open AI, sem stendur að baki gervigreindarlíkaninu Chat GPT 4, og kennt greindinni íslensku. „Þetta er besta og stærsta gervigreindarlíkan sem opið er fyrir almenning og almenna notendur í dag,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hæstánægður með þetta þróunarverkefni. Vanalega eru stór mállíkön á borð við Chat GTP þjálfuð með ógrynni af textum af internetinu þegar verið er að kenna þeim stór og útbreidd tungumál. Það sama gildir hins vegar ekki um örtunguna íslensku og þurfti greindin smá hjálp. Mannlegi þátturinn skapar sérstöðuna „Það sem er einstakt við þetta verkefni er að við fengum 40 sjálfboðaliða hér á landi til að hjálpa okkur við að búa til spurningar og til að meta svör úr þessu gervigreindarneti sem hjálpar til við að ýta því í rétta átt þannig að það kunni betur að skilja og svara á íslensku. Það er þessi mannlegi þáttur sem er svolítið einstakur í þessu og þetta net hefur einungis verið þjálfað með þessum hætti á íslensku og ensku.“ Ævintýrið hófst upprunalega með heimsókn forseta Íslands í Kísildal fyrir tæpu ári en þá funduðu forseti og sendinefnd frá Íslandi með Sam Altman, forstjóra Open AI. „Ég verð bara að segja eins og er að við þurftum að klípa okkur í handlegginn á hverjum degi við tilhugsunina um að þarna værum við litlu Íslendingarnir í þessu merkilega þróunarverkefni sem ég held að sé alveg veraldarsögulegt. Í tilefni af fréttum af hinu íslenskumælandi gervigreindarlíkani mælti blaðamaður sér mót við Berg Ebba Benediktsson, rithöfund og fyrirlesara, sem hefur stundað nám í svokölluðum framtíðarfræðum í Toronto og skrifað mikið um gervigreind. Í ljósi þess að umfjöllunarefnið er nýstárlegt og stundum dálítið flókið ákvað fréttastofa að birta viðtalið við Berg Ebba í heild sinni þar sem hinar ýmsu hliðar á gervigreind eru skoðaðar. Hér er hægt að nálgast viðtalið í heild fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér gervigreind nánar. Bergur segir kenninguna um gervigreind hafa verið til í áratugi. Hún byggist á því að tölvur geti öðlast hugsun sem jafnast á við mannlega hugsun og í rauninni tekið yfir ýmis verkefni sem mannshugurinn gat áður einungis leyst sjálfur. En getur þetta framtak jafnvel orðið liður í því að bjarga þessari örtungu? „Það er alveg hægt að stilla þessu upp svona. Ég var sjálfur að vinna svolítið að þessum máltæknimálum í stjórn Almannaróms og þar var í rauninni markmiðið að koma einkafyrirtækjum, yfirvöldum og akademíska samfélaginu í samstarf við þessi stóru tæknifyrirtæki úti í heimi. Þetta er ótrúlega stórt og göfugt markmið. Stundum stillti maður því upp þannig að þetta sé bara síðasti séns til að bjarga þessu tungumáli okkar. Það er rosalega dramatískt að stilla þessu svona upp, þetta er svona svipað eins og málverndunarsinnarnir á 19. öld þegar við vorum að berjast fyrir sjálfstæði okkar út af erlendum áhrifum frá Danmörku og víðar en kannski er dramatíkin rétta leiðin til að nálgast þetta.“ Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Gervigreindin, sem við höfum lesið um í hinum ýmsu framtíðarsögum, er mætt í öllu sínu veldi en sú sem talin er vera best talar nú íslensku. Fyrirtækið Miðeind hefur að undanförnu unnið með bandaríska fyrirtækinu Open AI, sem stendur að baki gervigreindarlíkaninu Chat GPT 4, og kennt greindinni íslensku. „Þetta er besta og stærsta gervigreindarlíkan sem opið er fyrir almenning og almenna notendur í dag,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar sem er hæstánægður með þetta þróunarverkefni. Vanalega eru stór mállíkön á borð við Chat GTP þjálfuð með ógrynni af textum af internetinu þegar verið er að kenna þeim stór og útbreidd tungumál. Það sama gildir hins vegar ekki um örtunguna íslensku og þurfti greindin smá hjálp. Mannlegi þátturinn skapar sérstöðuna „Það sem er einstakt við þetta verkefni er að við fengum 40 sjálfboðaliða hér á landi til að hjálpa okkur við að búa til spurningar og til að meta svör úr þessu gervigreindarneti sem hjálpar til við að ýta því í rétta átt þannig að það kunni betur að skilja og svara á íslensku. Það er þessi mannlegi þáttur sem er svolítið einstakur í þessu og þetta net hefur einungis verið þjálfað með þessum hætti á íslensku og ensku.“ Ævintýrið hófst upprunalega með heimsókn forseta Íslands í Kísildal fyrir tæpu ári en þá funduðu forseti og sendinefnd frá Íslandi með Sam Altman, forstjóra Open AI. „Ég verð bara að segja eins og er að við þurftum að klípa okkur í handlegginn á hverjum degi við tilhugsunina um að þarna værum við litlu Íslendingarnir í þessu merkilega þróunarverkefni sem ég held að sé alveg veraldarsögulegt. Í tilefni af fréttum af hinu íslenskumælandi gervigreindarlíkani mælti blaðamaður sér mót við Berg Ebba Benediktsson, rithöfund og fyrirlesara, sem hefur stundað nám í svokölluðum framtíðarfræðum í Toronto og skrifað mikið um gervigreind. Í ljósi þess að umfjöllunarefnið er nýstárlegt og stundum dálítið flókið ákvað fréttastofa að birta viðtalið við Berg Ebba í heild sinni þar sem hinar ýmsu hliðar á gervigreind eru skoðaðar. Hér er hægt að nálgast viðtalið í heild fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér gervigreind nánar. Bergur segir kenninguna um gervigreind hafa verið til í áratugi. Hún byggist á því að tölvur geti öðlast hugsun sem jafnast á við mannlega hugsun og í rauninni tekið yfir ýmis verkefni sem mannshugurinn gat áður einungis leyst sjálfur. En getur þetta framtak jafnvel orðið liður í því að bjarga þessari örtungu? „Það er alveg hægt að stilla þessu upp svona. Ég var sjálfur að vinna svolítið að þessum máltæknimálum í stjórn Almannaróms og þar var í rauninni markmiðið að koma einkafyrirtækjum, yfirvöldum og akademíska samfélaginu í samstarf við þessi stóru tæknifyrirtæki úti í heimi. Þetta er ótrúlega stórt og göfugt markmið. Stundum stillti maður því upp þannig að þetta sé bara síðasti séns til að bjarga þessu tungumáli okkar. Það er rosalega dramatískt að stilla þessu svona upp, þetta er svona svipað eins og málverndunarsinnarnir á 19. öld þegar við vorum að berjast fyrir sjálfstæði okkar út af erlendum áhrifum frá Danmörku og víðar en kannski er dramatíkin rétta leiðin til að nálgast þetta.“
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4 Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu. 14. mars 2023 18:05
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent