Heiða Kristín ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 11:58 Heiða Kristín Helgadóttir. Aðsend Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Hún hefur við starfinu í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Sjávarklasanum. „Heiða er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar frá áramótum og var kosningastjóri og framkvæmdastjóri Besta flokksins og einn af stofnendum Bjartrar framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Heiðu Kristínu að hún hafi lengi hrifist af starfi Sjávarklasans á Íslandi enda hafi klasahugmyndafræðin margsannað gildi sitt við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja og nýrra verkefna. „Sjávarklasinn byggir á góðum grunni og er í lykilstöðu sem hreyfiafl í íslensku samfélagi nú þegar áherslan á fullnýtingu afurða og hringrásarhagkerfið er í hámæli. Nýjasta verkefni klasans, Grænir iðngarðar í Helguvík er til marks um þann metnað og framtíðarsýn sem Sjávarklasinn hefur ætíð staðið fyrir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vogarskálar Þórs Sigfússonar stofnanda klasans og hans samstarfsfólks við að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun og verðmætasköpun innan bláa hagkerfisins“ segir Heiða Kristín. Um Íslenska sjávarklasans segir að hann sé drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. „Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar. Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.“ Vistaskipti Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Sjávarklasanum. „Heiða er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar frá áramótum og var kosningastjóri og framkvæmdastjóri Besta flokksins og einn af stofnendum Bjartrar framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Heiðu Kristínu að hún hafi lengi hrifist af starfi Sjávarklasans á Íslandi enda hafi klasahugmyndafræðin margsannað gildi sitt við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja og nýrra verkefna. „Sjávarklasinn byggir á góðum grunni og er í lykilstöðu sem hreyfiafl í íslensku samfélagi nú þegar áherslan á fullnýtingu afurða og hringrásarhagkerfið er í hámæli. Nýjasta verkefni klasans, Grænir iðngarðar í Helguvík er til marks um þann metnað og framtíðarsýn sem Sjávarklasinn hefur ætíð staðið fyrir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vogarskálar Þórs Sigfússonar stofnanda klasans og hans samstarfsfólks við að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun og verðmætasköpun innan bláa hagkerfisins“ segir Heiða Kristín. Um Íslenska sjávarklasans segir að hann sé drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. „Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar. Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.“
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira