Viðskipti innlent

Loka­dagurinn til að skila skatt­fram­tali

Atli Ísleifsson skrifar
Klukkan tifar.
Klukkan tifar. Vísir/Vilhelm

Einstaklingar hafa frest til miðnættis til að skila inn skattframtali sínu til Skattsins. Ekki verður hægt að sækja um frest til að skila framtali.

Opnað var fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2023, vegna tekja 2022, í byrjun mánaðar.

Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því þætti að vera fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingarnar og bæta við ef eitthvað vantar og svo staðfesta.

„Framtalsleiðbeiningar er hægt að nálgast inni í framtalinu með því að smella á bláa spurningamerkið við hvern kafla. Þá er einnig hægt að fá leiðbeiningar í bæklingaformi. Vakin er sérstök athygli á einfölduðum leiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við framtalsskil. Sá bæklingur er aðgengilegur á fimm tungumálum,“ segir á vef Skattsins.

Niðurstaða álagningar mun liggja fyrir eigi síðar en 31. maí 2023 og verður hún birt á þjónustuvef Skattsins.

Hér má fara inn á vef Skattsins til að ráðast í verkið. 


Tengdar fréttir

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skatt­fram­talið

Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Mörgum þyki ferlið kvíða­valdandi

Á morgun mun lögfræðiþjónusta laganema við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við VIRTUS bjóða fólki upp á endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattframtala. Laganemi sem stendur vaktina á morgun segir að mörgum þyki bæði kvíðavaldandi og flókið að skila framtalinu með fréttum hætti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×