Viðskipti erlent

Bréf í bönkum taka dýfu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þýskir verðbréfamiðlarar fylgjast með þróuninni í gær. 
Þýskir verðbréfamiðlarar fylgjast með þróuninni í gær.  AP Photo/Michael Probst

Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum.

Lækkanir á mörkuðum verða því þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi ákveðið að tryggja innistæður SVB bankans og Signature bankans í topp. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig lofað að gera allt sem þarf til að vernda bandaríska bankakerfið en þrátt fyrir þetta er ljóst að fjárfestar og aðrir bankar munu gjalda fyrir fall bankanna tveggja.

Fall SVB bankans var það stærsta í Bandaríkjunum frá hruni. Japanska bankavísitalan lækkaði í nótt um rúm sjö prósent, og virðist stefna í einn versta daginn á mörkuðum þar í rúm þrjú ár. Evrópskir bankar lækkuðu einnig skarpt í gær og um tíma höfðu bréf í Santander bankanum á Spáni og í þýska bankanum Commerzbank lækkað um rúm tíu prósent.

Í Bandaríkjunum hafa síðan verið fjölmörg dæmi um minni banka þar sem bréf þeirra hafa lækkað enn meira, þrátt fyrir yfirlýsingar til fjárfesta um að þeir standi á góðum grunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×