Vill sjá réttan uppbótartíma sama hver staðan er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 08:01 Pierluigi Collina var lengi vel besti dómari heims. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli. Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu. Fótbolti FIFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira