Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 17:45 Betis mættu með læti á Old Trafford. Í stúkunni allavega. Ash Donelon/Getty Images Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira