Enski boltinn

Veðrið gæti sett strik í reikninginn á Eng­landi um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðureign Leicester City og Chelsea á laugardag gæti verið frestað. 
Viðureign Leicester City og Chelsea á laugardag gæti verið frestað.  Robin Jones/Getty Images

Mögulega þarf að fresta fjölmörgum knattspyrnuleikjum á Englandi um helgina, þar af nokkrum í úrvalsdeildinni, vegna veðurs.

Stormurinn Larisa hefur látið íbúa Bretlandseyja finna fyrir því og mun halda áfram í dag, föstudag, sem og á morgun, laugardag. Veðurstofa Bretlandseyja hefur gefið út viðvaranir fyrir norður- og miðhluta landsins. Samgöngur gætu raskast sem, búast má við rafmagnsleysi og þá mun snjór valda fólki vandræðum.

Líkt og aðrar helgar þegar knattspyrnutímabilið er í gangi þá mun fjöldinn allur af leikjum fara fram um helgina. 

Reikna má með að fresta þurfi nokkrum þeirra. Gæti þetta haft áhrif á þrjá leiki ensku úrvalsdeildarinnar sem eiga allir að hefjast klukkan 15.00 á morgun, laugardag. Þeir eru:

  • Leeds United [17. sæti] – Brighton & Hove Albion [8. sæti]
  • Leicester City [15. sæti] – Chelsea [10. sæti]
  • Everton [18. sæti] – Brentford [9. sæti]

Hvort veðurstofa Bretlandseyja reynist sannspá er svo stóra spurningin. Við komumst að því um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×