Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 10:34 Donald Trump gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir ákæru. AP/Alex Brandon Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti. Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti.
Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00