Golf

Gamla kærastan vill líka fá rúma fjóra milljarða frá Tiger

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods og Erica Herman á hinni frægu brú á St Andrews golfvellinum í Skotlandi á Opna breska meistaramotinu í júlí í fyrra.
Tiger Woods og Erica Herman á hinni frægu brú á St Andrews golfvellinum í Skotlandi á Opna breska meistaramotinu í júlí í fyrra. Getty/Warren Little

Erica Herman, fyrrum kærasta kylfingsins Tiger Woods, vill ekki aðeins ógilda sáttmála um þagnareið sem þau gerðu árið 2017 heldur vill hún líka marga milljarða í bætur frá kylfingnum.

Tiger hefur verið duglegri undanfarin ár að koma sér í fréttirnar fyrir annað en afrek inn á golfvelli.

Nú síðast er hann að lenda í öðrum svæsnum sambandsslitum sem munu eflaust vera mikið í fréttum á næstu vikum og mánuðum.

Samband Ericu og Tigers endar nefnilega fyrir dómstólum en bandaríski miðillinn Sports Illustrated segir að hún vilji ekki aðeins rifta sáttmála sem hún skrifaði undir við upphaf sambandsins sem var árið 2017.

Sports Illustrated fer yfir stöðu málsins hér fyrir neðan.

Erica vill fá dómara til að rifta samning þeirra frá 2017 þar sem að hún vill nýta sér ákvæði sem kveður á um að hægt sér ógilda slíka þagnareiði til að vernda þolendur kynferðisbrota.

Erica á að hafa gert munnlegt samkomulag við kylfinginn um það að hún mætti búa á heimili hans í fimm ár. Lögmenn Tiger hafa bent á að það samkomulag hafi bara átt við á meðan á sambandi þeirra stóð.

Heimilið er í Flórída fylki þar sem Tiger Woods býr í með börnum sínum tveimur frá hjónabandi hans við hina sænsku Elin Nordegren. Það hjónaband endaði með miklum látum og miklu fjölmiðlafári.

Í dómskjölunum kemur það fram að Erica hafi hreinlega verið plötuð út úr húsinu og svo læst úti eftir að Tiger sagði henni upp í október.

Lögmenn Tigers segja að samkvæmd sáttmála þeirra skötuhjúa hafi Erica skuldbundið sig til að útkljá allar deilur við Tiger í gegnum sáttamiðlun sem væri bundin trúnaði.

Erica heldur er hins vegar á því að Tiger skuldi henni þrjátíu milljónir dollara eða 4,3 milljarða íslenskra króna. Þetta komi til vegna umrædds munnlegs samkomulags sem ekki hafi verið virt sem og að hún hafi verið læst úti frá heimili sínu. Eigur hennar hafi verið fjarlægðar úr húsnæðinu og henni tilkynnt að hún væri þar óvelkomin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×