Innlent

Fengu flug­véla­brak og líkams­leifar í trollið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hluti af brakinu sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar.
Hluti af brakinu sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar.

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. 

Líkamsleifarnar verða varðveittar um borð þar til skipið kemur til hafnar eftir um tólf daga.

Að sögn Kristjáns Ólafssonar skipstjóra var meðal annars um að ræða skrúfu flugvélarinnar og stélpart. Sterkur grunur er uppi um hvaða vél er að ræða. Kristján segir áhöfnina hafa fengið fyrirmæli um varðveislu líkamsleifanna og að farið verði með þær af virðingu.

Í skriflegum svörum Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir að kennslanefnd lögreglu muni rannsaka líkamsleifarnar þegar þær koma í land og rannsóknarnefnd samgönguslysa brakið úr flugvélinni.

Það var mat lögreglu að ekki væri ástæða til að flýta för skipsins vegna fundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×