Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:57 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Í gær voru fulltrúar fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar kallaðir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að hafa farið gegn fréttabanninu. Frétt um þinghaldið birtist á Vísi þremur dögum áður en bannið átti að renna út. Ritstjórn Vísis telur að dómari í málinu túlki reglur um málsmeðferð of þröngt. Í yfirlýsingu á vef Blaðamannafélags Íslands er þungum áhyggjum lýst yfir af ákvörðun Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, dómara málsins, að kalla fulltrúa fréttastofunnar fyrir dóm. Þá mótmælir félagið túlkun dómara á lögum um meðferð sakamála og telur hana stangast á við ákvæðu um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Að mati félagsins er eina rétta ákvörðun dómara málsins að láta málið gegn Vísi niður falla. Félagið hefur fengið lögmann sinn, Flóka Ásgeirsson, til að skrifa bréf fyrir hönd félagsins til Dómstólasýslunnar, allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og dómsmálaráðherra þar sem lagaleg hlið málsins er skýrð. „Félagið beinir þeirri eindregnu áskorun til allra viðtakenda bréfsins að leggja sitt af mörkum til að tryggja að fjölmiðlar fái í reynd notið þess tjáningarfrelsis sem þeir eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira