Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 22:44 Tucker Carlson og Donald Trump á golfvelli Trumps í Bedminster í New Jersey síðasta sumar. AP/Seth Wenig Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð hafa verið vegna málshöfðunar Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Vegna málsins komu lögmenn Dominion höndum yfir tölvupósta og skilaboð starfsmanna Fox sem sýna að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru slegnir yfir því hve mikið stuðningsmenn Trump reiddust út í Fox á kosninganótt 2020. Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Til að reyna að fá þessa áhorfendur til baka, ýttu forsvarsmenn og þáttastjórnendur Fox undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar gerðist það næstum því á sama tíma að Trump hrósaði Carlson fyrir umdeilda umfjöllun hans um árásina á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021 og skilaboð Carlsons voru gerð opinber. Skilaboð þar sem sjónvarpsmaðurinn sagðist hata Trump út af lífinu. Þinglögreglan og þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt umfjöllun Carlsons harðlega. Í þættinum reyndi Carson að hvítþvo árásina þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Í skilaboðum sem Tucker Carlson sendi ótilgreindum aðila þann 4. janúar 2021 sagði Carlson: „Við erum svo nærri því að geta hunsað Trump flest kvöld“ og að hann „Gæti ekki beðið eftir því“. Í öðrum skilaboðum sagði þáttastjórnandinn að forsetatíð Trumps hefði verið hrottaleg og að hann hefði engum árangri skilað. Það væri bara ekkert hægt að tala um það, því enginn vildi heyra það. Þá sagði Carlson í öðrum skilaboðum að hann teldi að Trump gæti „auðveldlega gert útaf við okkur ef við spilum illa úr spilunum“. Í sjónvarpsþætti sínum hefur Carlson þó ítrekað lofað Trump í hástert og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00 Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01 Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð hafa verið vegna málshöfðunar Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Vegna málsins komu lögmenn Dominion höndum yfir tölvupósta og skilaboð starfsmanna Fox sem sýna að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru slegnir yfir því hve mikið stuðningsmenn Trump reiddust út í Fox á kosninganótt 2020. Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Til að reyna að fá þessa áhorfendur til baka, ýttu forsvarsmenn og þáttastjórnendur Fox undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar gerðist það næstum því á sama tíma að Trump hrósaði Carlson fyrir umdeilda umfjöllun hans um árásina á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021 og skilaboð Carlsons voru gerð opinber. Skilaboð þar sem sjónvarpsmaðurinn sagðist hata Trump út af lífinu. Þinglögreglan og þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt umfjöllun Carlsons harðlega. Í þættinum reyndi Carson að hvítþvo árásina þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Í skilaboðum sem Tucker Carlson sendi ótilgreindum aðila þann 4. janúar 2021 sagði Carlson: „Við erum svo nærri því að geta hunsað Trump flest kvöld“ og að hann „Gæti ekki beðið eftir því“. Í öðrum skilaboðum sagði þáttastjórnandinn að forsetatíð Trumps hefði verið hrottaleg og að hann hefði engum árangri skilað. Það væri bara ekkert hægt að tala um það, því enginn vildi heyra það. Þá sagði Carlson í öðrum skilaboðum að hann teldi að Trump gæti „auðveldlega gert útaf við okkur ef við spilum illa úr spilunum“. Í sjónvarpsþætti sínum hefur Carlson þó ítrekað lofað Trump í hástert og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00 Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01 Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00
Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50
Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01
Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24