Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 21:42 Haraldur Þorleifsson og Elon Musk hafa átt í ritdeilum í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. „Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
„Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13