Haraldur svarar ásökunum Musk fullum hálsi Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 13:39 Haraldur Þorleifsson og Elon Musk hafa átt í ritdeilum í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi. Deilurnar hófust eftir að Haraldur spurði Musk hvort hann væri enn þá starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Musk svaraði Haraldi nokkrum tímum síðar og spurði hann í hverju störf hans fólust hjá Twitter. Haraldur sagðist ekki geta sagt það án þess að rjúfa trúnað en eftir að Musk sagði honum að láta vaða taldi hann upp verkefnin sín innan fyrirtækisins. Haraldur segir að Musk megi alveg reka sig, það sé hans réttur og í fínu lagi. Hann ætlast hins vegar til þess að fyrirtækið greiði upp skuldir sínar við sig. „Geturðu séð til þess að ég fái borgað það sem þið skuldið mér?“ spurði Haraldur. Sakaði Harald um léleg vinnubrögð Elon Musk svaraði ekki þessari spurningu Haralds en tjáði sig þó um hana undir öðrum þræði á samfélagsmiðlinum. Í þeirri færslu sakar Musk Harald um að hafa ekki gert neina vinnu af alvöru og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun. The reality is that this guy (who is independently wealthy) did no actual work, claimed as his excuse that he had a disability that prevented him from typing, yet was simultaneously tweeting up a storm. Can t say I have a lot of respect for that.— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Haraldur hefur nú svarað þessari færslu með röð af færslum þar sem hann fer ítarlega yfir sína sögu. „Ég er þakklátur fyrir áhuga þinn á heilsunni minni. En fyrst þú minntist á hana ákvað ég að gefa þér frekari upplýsingar. Ég þjáist af vöðvarýrnun sem hefur mikil áhrif á líkamann minn,“ segir Haraldur í fyrstu færslunni. „Fæturnir mínir voru fyrstir að fara. Ég var 25 ára þegar ég byrjaði að nota hjólastól Það eru 20 ár liðin síðan það gerðist. Á þeim tíma hefur restin af líkamanum mínum byrjað að bregðast mér líka. Ég þarf hjálp við að komast í og úr rúminu og til að nota klósettið.“ „Þessi mikla vinna borgaði sig“ Haraldur segir að í langan tíma hafi hann haldið að hendurnar myndu halda styrkleika sínum, læknir hafi sagt honum að þær myndu gera það. „Svo byrjuðu þær að missa styrkinn sem mér fannst erfitt að sætta mig við. En þú spilar með þau spil sem þú færð og ég hef náð að búa til yndislegt líf,“ segir hann. „Fjölskyldan mín er best. Ég á tvö börn. Ég sé þau á hverjum degi. Ég mæli með því. Eiginkonan mín er mögnuð. Sterk, indæl, klár og frábær listamaður. Ég gæti ekki verið ánægðari með henni.“ Þá segir hann frá fyrirtækinu Ueno sem hann stofnaði og Twitter keypti. Hann segist hafa unnið hörðum höndum við að koma því á laggirnar. „Það gerði líkamanum mínum enga greiða en mér leið eins og ég þyrfti að gera það. Þessi mikla vinna borgaði sig og fyrirtækinu gekk mjög vel,“ segir hann og skýtur svo rækilega á fyrrum yfirmann sinn: „Við uxum hratt og græddum pening. Ég held að það hafi verið það sem þú áttir við þegar þú sagðir að ég væri sjálfur ríkur? Að ég varð ríkur af sjálfdáðum í staðinn fyrir að, til dæmis, erfa smaragðsnámu.“ Fékk aldrei svar frá mannauðsdeildinni Ákvörðunin um að selja Ueno til Twitter var að sögn Haraldar ekki sú besta fjárhagslega séð. Tilboð Twitter í það hafi verið undir mati annarra á fyrirtækinu. Haraldur segist þó hafa ákveðið að selja því hann veðjaði á að Twitter ætti meira inni. „Ég kom inn þegar fyrirtækið var að vaxa hratt. Þú hafðir eiginlega þveröfug áhrif. Það var mikið í gangi. Fyrirtækið var með sín vandamál en aftur á móti eru flest stór fyrirtæki með einhver vandamál. Jafnvel lítil fyrirtæki líka, eins og Twitter er í dag.“ Haraldur segir að eftir að Musk keypti fyrirtækið hafi hann reglulega haft samband við yfirmann sinn til að vera viss um að hann væri að vinna í réttu hlutunum. „Ég spurði hverju ég ætti að einbeita mér að og svo gerði ég þá hluti. Hvern einn og einasta þeirra,“ segir hann. „Ég hafði líka reglulega samband við mannauðsdeildina og spurði hvort starfslýsingin mín væri rétt eða hvort það þyrfti að uppfæra hana. Ég vildi sjá til þess að ég væri að gera það sem ég átti að vera að gera. Þau sögðu alltaf að þau væru að skoða það en ég fékk aldrei svar.“ Telur Musk eiga nóg fyrir skuldinni Að lokum útskýrir Haraldur hvers vegna hann getur skrifað þessar færslur. Musk hafði furðað sig á því að Haraldur væri að skrifa færslurnar á sama tíma og hann sagðist ekki geta skrifað vegna fötlunar sinnar. „Ég get ekki unnið verklega (sem í þessu tilviki þýðir að skrifa eða nota mús) í langan tíma í senn án þess að fá krampa í hendurnar. Ég get hins vegar skrifað í klukkutíma eða tvo í einu.“ Haraldur segir að þetta hafi ekki verið vandamál áður en Musk keypti fyrirtækið. Hann hafi verið yfirmaður og því fólst vinna hans meira í að hjálpa öðrum og veita ráðgjöf. „Ég er annars að skrifa þetta á símann minn. Það er auðveldara því ég þarf bara að nota einn fingur. Ég vona að þetta hjálpi! Læturðu mig vita ef þú ætlar að borga mér það sem þú skuldar mér? Ég held þú eigir nóg fyrir því.“ Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Deilurnar hófust eftir að Haraldur spurði Musk hvort hann væri enn þá starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Musk svaraði Haraldi nokkrum tímum síðar og spurði hann í hverju störf hans fólust hjá Twitter. Haraldur sagðist ekki geta sagt það án þess að rjúfa trúnað en eftir að Musk sagði honum að láta vaða taldi hann upp verkefnin sín innan fyrirtækisins. Haraldur segir að Musk megi alveg reka sig, það sé hans réttur og í fínu lagi. Hann ætlast hins vegar til þess að fyrirtækið greiði upp skuldir sínar við sig. „Geturðu séð til þess að ég fái borgað það sem þið skuldið mér?“ spurði Haraldur. Sakaði Harald um léleg vinnubrögð Elon Musk svaraði ekki þessari spurningu Haralds en tjáði sig þó um hana undir öðrum þræði á samfélagsmiðlinum. Í þeirri færslu sakar Musk Harald um að hafa ekki gert neina vinnu af alvöru og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun. The reality is that this guy (who is independently wealthy) did no actual work, claimed as his excuse that he had a disability that prevented him from typing, yet was simultaneously tweeting up a storm. Can t say I have a lot of respect for that.— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023 Haraldur hefur nú svarað þessari færslu með röð af færslum þar sem hann fer ítarlega yfir sína sögu. „Ég er þakklátur fyrir áhuga þinn á heilsunni minni. En fyrst þú minntist á hana ákvað ég að gefa þér frekari upplýsingar. Ég þjáist af vöðvarýrnun sem hefur mikil áhrif á líkamann minn,“ segir Haraldur í fyrstu færslunni. „Fæturnir mínir voru fyrstir að fara. Ég var 25 ára þegar ég byrjaði að nota hjólastól Það eru 20 ár liðin síðan það gerðist. Á þeim tíma hefur restin af líkamanum mínum byrjað að bregðast mér líka. Ég þarf hjálp við að komast í og úr rúminu og til að nota klósettið.“ „Þessi mikla vinna borgaði sig“ Haraldur segir að í langan tíma hafi hann haldið að hendurnar myndu halda styrkleika sínum, læknir hafi sagt honum að þær myndu gera það. „Svo byrjuðu þær að missa styrkinn sem mér fannst erfitt að sætta mig við. En þú spilar með þau spil sem þú færð og ég hef náð að búa til yndislegt líf,“ segir hann. „Fjölskyldan mín er best. Ég á tvö börn. Ég sé þau á hverjum degi. Ég mæli með því. Eiginkonan mín er mögnuð. Sterk, indæl, klár og frábær listamaður. Ég gæti ekki verið ánægðari með henni.“ Þá segir hann frá fyrirtækinu Ueno sem hann stofnaði og Twitter keypti. Hann segist hafa unnið hörðum höndum við að koma því á laggirnar. „Það gerði líkamanum mínum enga greiða en mér leið eins og ég þyrfti að gera það. Þessi mikla vinna borgaði sig og fyrirtækinu gekk mjög vel,“ segir hann og skýtur svo rækilega á fyrrum yfirmann sinn: „Við uxum hratt og græddum pening. Ég held að það hafi verið það sem þú áttir við þegar þú sagðir að ég væri sjálfur ríkur? Að ég varð ríkur af sjálfdáðum í staðinn fyrir að, til dæmis, erfa smaragðsnámu.“ Fékk aldrei svar frá mannauðsdeildinni Ákvörðunin um að selja Ueno til Twitter var að sögn Haraldar ekki sú besta fjárhagslega séð. Tilboð Twitter í það hafi verið undir mati annarra á fyrirtækinu. Haraldur segist þó hafa ákveðið að selja því hann veðjaði á að Twitter ætti meira inni. „Ég kom inn þegar fyrirtækið var að vaxa hratt. Þú hafðir eiginlega þveröfug áhrif. Það var mikið í gangi. Fyrirtækið var með sín vandamál en aftur á móti eru flest stór fyrirtæki með einhver vandamál. Jafnvel lítil fyrirtæki líka, eins og Twitter er í dag.“ Haraldur segir að eftir að Musk keypti fyrirtækið hafi hann reglulega haft samband við yfirmann sinn til að vera viss um að hann væri að vinna í réttu hlutunum. „Ég spurði hverju ég ætti að einbeita mér að og svo gerði ég þá hluti. Hvern einn og einasta þeirra,“ segir hann. „Ég hafði líka reglulega samband við mannauðsdeildina og spurði hvort starfslýsingin mín væri rétt eða hvort það þyrfti að uppfæra hana. Ég vildi sjá til þess að ég væri að gera það sem ég átti að vera að gera. Þau sögðu alltaf að þau væru að skoða það en ég fékk aldrei svar.“ Telur Musk eiga nóg fyrir skuldinni Að lokum útskýrir Haraldur hvers vegna hann getur skrifað þessar færslur. Musk hafði furðað sig á því að Haraldur væri að skrifa færslurnar á sama tíma og hann sagðist ekki geta skrifað vegna fötlunar sinnar. „Ég get ekki unnið verklega (sem í þessu tilviki þýðir að skrifa eða nota mús) í langan tíma í senn án þess að fá krampa í hendurnar. Ég get hins vegar skrifað í klukkutíma eða tvo í einu.“ Haraldur segir að þetta hafi ekki verið vandamál áður en Musk keypti fyrirtækið. Hann hafi verið yfirmaður og því fólst vinna hans meira í að hjálpa öðrum og veita ráðgjöf. „Ég er annars að skrifa þetta á símann minn. Það er auðveldara því ég þarf bara að nota einn fingur. Ég vona að þetta hjálpi! Læturðu mig vita ef þú ætlar að borga mér það sem þú skuldar mér? Ég held þú eigir nóg fyrir því.“
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira