Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 11:57 Hinum 74 ára Kemal Kilicdaroglu var fagnað í höfuðborginni Ankara fyrr í vikunni. Getty Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum. Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum.
Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira