„Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 08:00 Þórir Hergeirsson er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. epa/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti