Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson líflegur á hliðarlínunni hjá Val en Valsmenn hafa haft margar ástæður til að fagna síðustu misseri með Snorra í brúnni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið. Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið.
Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira