Innlent

MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Börnunum, sem öll eru átta ára, brá mjög við að finna kettlingana fimm.
Börnunum, sem öll eru átta ára, brá mjög við að finna kettlingana fimm. Vísir/Arnar

Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu.

Austurfrétt greinir frá þessum vendingum málsins en rætt var við Þorstein Bergsson, starfsmann MAST á Egilstöðum. Í viðtalinu bendir hann á að málið sé það alvarlegt brot að lögreglan verði að koma að því. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver drap kettlingana fimm.

Fréttastofa greindi frá málinu um helgina en móðir eins barnanna sem fann kettlingana sagði frá kattadrápunum í Facebook-hópnum Fjörðurinn minn Eskifjörður. Börnunum var eðlilega brugðið við að finna kettlingana. Börnin eru öll átta ára.

Matvælastofnun hefur meðal annars það hlutverk að gæta að velferð dýra í landinu.


Tengdar fréttir

Börn fundu fimm kettlinga sem búið var að drekkja

Fimm kettlingar fundust í læk á Eskifirði í gær. Búið var að drekkja þeim öllum og voru það átta ára börn sem fundu þá. Móðir eins barnsins segir þeim hafa brugðið við þetta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×