Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:37 Hollenskir tollverðir fundu hundrað kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands. Til hægri er einn af sakborningum í málinu, Jóhannes Páll Durr, við aðalmeðferð í morgun. Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira