Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:37 Hollenskir tollverðir fundu hundrað kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands. Til hægri er einn af sakborningum í málinu, Jóhannes Páll Durr, við aðalmeðferð í morgun. Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira