Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 08:00 Jürgen Klopp og Erik ten Hag biðla til stuðningsfólks að hætta að syngja um harmleiki á borð við flugslysið í München og Heysel og Hillsborough slysin. Richard Sellers/Soccrates/Getty Images Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira