„Við þurfum að stofna íslenskan her“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2023 19:56 Arnór hefur mikla reynslu af störfum tengdum varnarmálum Íslands. Hann telur að koma þurfi á fót íslenskum her. Vísir/Ívar Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur ekki þörf á því; ef auka ætti fjárframlög til varnarmála væri þeim betur varið í annað en íslenskan her. Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira