Innlent

Umfangsmikil leit hafin á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sporhundar hafa verið notaðir við leitina.
Sporhundar hafa verið notaðir við leitina. Vísir/Vilhelm

Leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag, hófst á ný í morgun með sama sniði og í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Leitin er afar umfangsmikil en þungamiðja hennar hefur verið á og við Álftanes. Lögregla nýtur aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og um 150 björgunarsveitarmanna. Notast hefur verið við dróna, þyrlu, kafara og sporhunda.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Stefáns Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.


Tengdar fréttir

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Lög­regla lýsir eftir Stefáni Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×