Innlent

Flug­mála­starfs­menn og SA náðu saman

Árni Sæberg skrifar
Ökumenn flugvallarúta eru meðal félagsmanna Félags flugmálastarfsmanna ríkisins.
Ökumenn flugvallarúta eru meðal félagsmanna Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Vísir/Vilhelm

Nýr kjarasamnignur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hefur verið undirritaður. Samningar hafa verið lausir síðan í nóvember í fyrra.

Kjaraviðræður FFS og SA hafa verið í miklum hnút undanfarnar vikur og til stóð að yfirvinnubann flugmálastarfsmann hæfist klukkan 16 í dag. Því var aflýst fyrr í dag án þess að nokkur skýring fengist á því hvers vegna það var gert.

Í tilkynningu á Facebooksíðu FFS má sjá ástæðuna, samningar hafa náðst. Þar segir að tímasetningar fyrir kynningar á nýjum kjarasamningi verði auglýstar síðar.

„Til hamingju öllsömul!“ segir samninganefndin í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Upp úr slitnað milli flug­mála­starfs­manna og SA

Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×