Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 11:06 Úkraínskur hermaður í Dónetskhéraði vaktar sjóndeildarhringinn. Getty/John Moore Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Úkraínu og í Rússlandi í morgun sýna að minnst tvær brýr í Bakhmut hafa verið felldar með sprengingum. Blaðamaður Wall Street Journal segir þó að önnur brúin hafi verið felld fyrir mörgum vikum síðan en hún hafi verið sprengd frekar í morgun. Hann segir Úkraínumenn hafa aðrar birgðaleiðir inn í Bakhmut. Hér má sjá myndband af því þegar önnur brúin var sprengd í morgun. # (https://t.co/CvP1o4RLt5), / https://t.co/av2jvu8qWe #RussianUkrainianWar pic.twitter.com/oXvI4CMTi7— Necro Mancer (@666_mancer) March 3, 2023 Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Undanfarna daga hafa Rússar sett aukna áherslu á að sækja fram norður af Bakhmut og þannig reynt að þvinga Úkraínumenn til að hörfa áður en síðustu birgðaleiðum þeirra til bæjarins verður lokað. Svo virðist sem það hafi heppnast en ekkert hefur verið staðfest enn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Sérfræðingar hafa þó spáð því um nokkra vikna skeið að Úkraínumenn þyrftu á endanum að hörfa frá Bakhmut og mynda nýja varnarlínu vestur af bænum. Yevgeny Prígósjín, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, birti myndband í morgun þar sem hann sagði Bakhmut nærri því umkringdann. Beindi hann orðum sínum til forseta Úkraínu og biður hann um að skipa úkraínska hernum að hörfa. Því næst eru menn sem eiga að vera úkraínskir hermenn í haldi Wagner sýndir biðja Vólódímír Selenskí, forseta, um að skipa hernum að hörfa. Bakhmut er nánast rústir einar eftir langvarandi átök þar. # #Bakhmut #Bakhmout pic.twitter.com/IQtPjYcn3k— (@typicaldonetsk) March 3, 2023 Segja borgurum að yfirgefa Kúpíansk Yfirvöld í Úkraínu hafa þar að auki skipað borgurum að yfirgefa bæinn Kúpíansk í Kharkívhéraði, sem Úkraínumenn ráku Rússa frá í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var það gert vegna stórskotaliðsárása Rússa á bæinn og „óstöðugs öryggisástands“. Víglínan er þó enn nokkuð austur af Kúpíansk en fregnir hafa borist af gagnárásrum Rússa á þessu svæði undanfarna daga. Rússar eru einnig sagðir líklegir til að reyna að sækja fram við Kremmina, suður af Kúpíansk, en þar munu þeir hafa komið fyrir tölvuerðum hergögnum, samkvæmt yfirvöldum í Lúhanskhéraði. 4/ Haidai added that Russians are using Terminator armored fighting vehicles and T-90M tanks in the #Kreminna direction, which indicates that Russian forces are continuing to prioritize this direction for an advance. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/qiEt9DVhvY— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Myndbönd sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Úkraínu og í Rússlandi í morgun sýna að minnst tvær brýr í Bakhmut hafa verið felldar með sprengingum. Blaðamaður Wall Street Journal segir þó að önnur brúin hafi verið felld fyrir mörgum vikum síðan en hún hafi verið sprengd frekar í morgun. Hann segir Úkraínumenn hafa aðrar birgðaleiðir inn í Bakhmut. Hér má sjá myndband af því þegar önnur brúin var sprengd í morgun. # (https://t.co/CvP1o4RLt5), / https://t.co/av2jvu8qWe #RussianUkrainianWar pic.twitter.com/oXvI4CMTi7— Necro Mancer (@666_mancer) March 3, 2023 Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Undanfarna daga hafa Rússar sett aukna áherslu á að sækja fram norður af Bakhmut og þannig reynt að þvinga Úkraínumenn til að hörfa áður en síðustu birgðaleiðum þeirra til bæjarins verður lokað. Svo virðist sem það hafi heppnast en ekkert hefur verið staðfest enn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Sérfræðingar hafa þó spáð því um nokkra vikna skeið að Úkraínumenn þyrftu á endanum að hörfa frá Bakhmut og mynda nýja varnarlínu vestur af bænum. Yevgeny Prígósjín, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, birti myndband í morgun þar sem hann sagði Bakhmut nærri því umkringdann. Beindi hann orðum sínum til forseta Úkraínu og biður hann um að skipa úkraínska hernum að hörfa. Því næst eru menn sem eiga að vera úkraínskir hermenn í haldi Wagner sýndir biðja Vólódímír Selenskí, forseta, um að skipa hernum að hörfa. Bakhmut er nánast rústir einar eftir langvarandi átök þar. # #Bakhmut #Bakhmout pic.twitter.com/IQtPjYcn3k— (@typicaldonetsk) March 3, 2023 Segja borgurum að yfirgefa Kúpíansk Yfirvöld í Úkraínu hafa þar að auki skipað borgurum að yfirgefa bæinn Kúpíansk í Kharkívhéraði, sem Úkraínumenn ráku Rússa frá í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var það gert vegna stórskotaliðsárása Rússa á bæinn og „óstöðugs öryggisástands“. Víglínan er þó enn nokkuð austur af Kúpíansk en fregnir hafa borist af gagnárásrum Rússa á þessu svæði undanfarna daga. Rússar eru einnig sagðir líklegir til að reyna að sækja fram við Kremmina, suður af Kúpíansk, en þar munu þeir hafa komið fyrir tölvuerðum hergögnum, samkvæmt yfirvöldum í Lúhanskhéraði. 4/ Haidai added that Russians are using Terminator armored fighting vehicles and T-90M tanks in the #Kreminna direction, which indicates that Russian forces are continuing to prioritize this direction for an advance. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/qiEt9DVhvY— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2. mars 2023 08:42
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00
Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1. mars 2023 10:14