Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 18:57 Sergey Lavrov og Antony Blinken áttu örstuttan tvíhliða fund á Indlandi í dag þar sem Blinken ítrekaði að Bandaríkin muni styðja Úkraínu í vörnum þeirra gegn grimmilegri innrás Rússa allt til enda. AP/Manish Swarup Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36