Erlent

Vo Van Thuong nýr forseti Víetnam

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vo Van Thuong er nýr forseti Víetnam.
Vo Van Thuong er nýr forseti Víetnam. AP/Bui Doan Tan

Vo Van Thoung var í gær valinn nýr forseti Víetnam. Hann tekur við af Nguyen Xuan Phuc sem gegndi embættinu í einungis tæp tvö ár og sagði af sér eftir að hafa verið sakaður um spillingu. 

Einungis einn stjórnmálaflokkur er starfandi í Víetnam, Kommúnistaflokkurinn. Þar er það hinn 78 ára Nguyen Phu Trong sem er aðalritari flokksins en hann hefur leitt flokkinn síðustu tólf ár. Hann er á sínu þriðja fimm ára kjörtímabili og búist er við því að nýr aðalritari taki við árið 2026.

Trong var forseti Víetnam árin 2018 til 2021. Við af honum tók Nguyen Zuan Phuc sem sagði síðan af sér í janúar á þessu ári. Hann hafði verið sakaður um spillingu og brot á lögum landsins. 

Þingið í Víetnam skipaði Vo Thi Anh Xuan tímabundið í embættið áður en Vo Van Thuong var valinn sem næsti forseti landsins. Hann tók við starfinu í gær eftir að 98,38 prósent þingmanna og annarra valdamanna gengu til kosninga.

Thuong er 53 ára gamall og þykir líklegt að hann verði næsti aðalritari flokksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×