„Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er klár í nýtt þríþrautartímabil. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er aftur mætt til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem síðasta tímabil hennar endaði í nóvember síðastliðnum. Nú er komið að því að hefja nýtt tímabil. Guðlaug Edda segir frá því sem hefur gengið hjá sér síðustu mánuði en hún er á því að undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Það gekk samt mikið á frá því að hún lauk keppni í nóvember því Guðlaug Edda fékk kórónuveiruna, flutti til Íslands og breytt æfingauppsetningunni sinni. „Keppnin verður því gott tækifæri fyrir okkur til að meta hvar ég stend æfingalega akkúrat núna og hvað við þurfum að leggja mesta áherslu á fyrir keppnirnar í sumar. Mér líður vel, ég er glöð og jákvæð og mjög spennt fyrir því að fá tækifæri að keppa aftur í heimsmeistaraseríunni á móti bestu konum í heimi. Í ár langar mig persónulega að leggja mikla áherslu á eigin viðhorf þegar kemur að keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir. „Stundum verður maður hræddur fyrir svona stórar keppnir; við óvissuna, niðurstöðurnar og mótherjana, það er eðlilegt en samt sem áður algjör óþarfi. Ég þarf ekkert að óttast, aðeins að tjá mig og vera ég sjálf alla leið í gegn. Þið sem þekkið mig vitið hversu mikið af minni tjáningu á sjálfri mér kemur í gegnum íþróttirnar,“ skrifaði Guðlaug Edda en hún segir í pistilinum að þríþrautin sé tjáningin hennar á sjálfinu og hún þurfi ekki að vera hrædd við að bara keppa. „Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf og keppi fyrir sjálfa mig. Það skiptir mestu máli,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Guðlaug Edda segir frá því sem hefur gengið hjá sér síðustu mánuði en hún er á því að undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Það gekk samt mikið á frá því að hún lauk keppni í nóvember því Guðlaug Edda fékk kórónuveiruna, flutti til Íslands og breytt æfingauppsetningunni sinni. „Keppnin verður því gott tækifæri fyrir okkur til að meta hvar ég stend æfingalega akkúrat núna og hvað við þurfum að leggja mesta áherslu á fyrir keppnirnar í sumar. Mér líður vel, ég er glöð og jákvæð og mjög spennt fyrir því að fá tækifæri að keppa aftur í heimsmeistaraseríunni á móti bestu konum í heimi. Í ár langar mig persónulega að leggja mikla áherslu á eigin viðhorf þegar kemur að keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir. „Stundum verður maður hræddur fyrir svona stórar keppnir; við óvissuna, niðurstöðurnar og mótherjana, það er eðlilegt en samt sem áður algjör óþarfi. Ég þarf ekkert að óttast, aðeins að tjá mig og vera ég sjálf alla leið í gegn. Þið sem þekkið mig vitið hversu mikið af minni tjáningu á sjálfri mér kemur í gegnum íþróttirnar,“ skrifaði Guðlaug Edda en hún segir í pistilinum að þríþrautin sé tjáningin hennar á sjálfinu og hún þurfi ekki að vera hrædd við að bara keppa. „Ég hef svo mikla ást og orku sem ég sýni best þegar ég er ég sjálf og keppi fyrir sjálfa mig. Það skiptir mestu máli,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira