Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:11 Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“ Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“
Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira