Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2023 23:30 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, setur fyrirvara við hið umþrætta og hápólitíska mál. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira