Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 11:16 Dilbert (t.v.) með skapara sínum, Scott Adams árið 2006. Adams hefur hneigst til hægriöfgahyggju á síðustu árum og fælt gamla aðdáendur frá sér. AP/Marcio José Sánchez Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi. Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi.
Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira