Skoðun

Ræðum or­sökina en ekki af­leiðinguna

Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir skrifar

Umræðan sem heltekur þjóðina í dag eru kjaraviðræður Eflingar. Ólíklegt er að kaffistofa finnist þar sem verkföll og verkbönn hafa ekki verið rædd. Fólk flykkjast í fylkingar með og á móti aðferðafræði og baráttu Eflingar. Baráttu til árs. Barátta sem mun endurtaka sig aftur og aftur með skömmu millibili.

Samtök atvinnulífsins ættu að setja á brennidepilinn helstu orsök þess að kjarabaráttur eru svo tíðar á Íslandi. Hvernig fljótandi gengi og peningastefna Íslands leiðir til um árlegrar baráttu um bætt launakjör.

Hvernig væri að setjast niður á kaffiistofum landsins í dag og ræða orsök þeirrar baráttu sem Efling stendur svo hörðum höndum að.

Hvernig væri að berjast svo ötullega fyrir breyttum forsendum á markaði. Ræðum hvers vegna peningastefna Íslands hefur ekki verið endurskoðuð og hverjir græða á því? Ræðum þá vegi sem okkur eru færir.

Á þessum mánudegi hvet ég ykkur til að ræða orsökina en ekki afleiðinguna.

Höfundur er formaður Suðvesturráðs Viðreisnar.




Skoðun

Sjá meira


×