Golf

Guðmundur Ágúst annar á Indlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í góðri stöðu til að ná sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í góðri stöðu til að ná sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni. getty/Stuart Franklin

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hélt uppteknum hætti á öðrum hring Hero Indian Open mótsins á Indlandi. Hann er í 2. sæti á mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Guðmundur hefur nýlokið öðrum hringnum. Hann lék hann á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. 

Hann er samtals á fimm höggum undir pari og er í 2. sæti, fimm höggum á eftir efsta manni, Yannik Paul frá Þýskalandi. Ekki hafa þó allir keppendur lokið öðrum hring mótsins.

Guðmundur fékk þrjá fugla á öðrum hringnum, tvo skolla og þrettán pör. Í gær fékk hann sex fugla, tíu pör og tvo skolla. Hann var fjórði eftir fyrsta hringinn.

Mótið á Indlandi er það áttunda sem Guðmundur keppir á þessu tímabili. Besti árangur hans er 49. sæti sem hann náði á Singapore Classic fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×